Fara í efni
Umræðan

Hin lifandi dauða nýfrjálshyggja

Það voru hugmyndir nýfrjálshyggjunnar um óheft markaðsfrelsi fjármálavaldsins og stórfyrirtækja sem ollu hruninu 2008.

Þá var talað um dauða hennar. Við vitum hins vegar að sama kerfið var endurreist og núna má segja að þeir sem ollu hruninu standi uppi sem sigurvegarar. Bankarnir hafa sogið upp úr samfélaginu nærri 900 milljarða og hlutabréfamarkaðurinn hefur vaxið um tölulegar stærðir sem eru ofar skilningi okkar á meðan heimsfaraldur ríður yfir og þjóðin á í megnustu erfiðleikum.

Ekkert af þessu er sjálfbært. Þessi fjármálafyrirtæki framleiða engin verðmæti og bólan sem þau blása út mun springa yfir almenning rétt eins og í hruninu 2008

Einbeittur vilji til að einkavæða og skera niður ríkisfjármál og þar með þjónustu við almenning er fylgifiskur þessarar stefnu.

Nýfrjálshyggjan er því lifandi dauð og gengur ljósum logum eins og afturgenginn draugur.

Í þessu ljósi skal skoða fyrirætlanir forystufólks VG og Framsóknar að biðla til Sjálfstæðisflokksins um áframhaldandi stjórnarsamstarf.

Stjórnarsamstarf sem mun leiða af sér einkavæðingu í bankakerfinu og við þekkjum afleiðingar þess fyrir land og þjóð.

Einkarekstrarvæðing í heilbrigðiskerfinu er hafin með hörmulegum afleiðingum í öldrunarheimilinu Hlíð á Akureyri. Það gerist undir forystu VG og Framsókn er nú einnig komin út úr skápnum sem einkarekstrarflokkur í heilbrigðiskerfinu. Heilbrigðiskerfið verður bissnesvætt í stórauknum mæli ef þessir flokkar mynda stjórn með Sjálfstæðisflokknum.

Frjálsa vegakerfið okkar fær ekki að vera í friði. Það var þingmaður VG sem var fyrsti flutningsmaður frumvarps sem innleiðir vegatolla og einkarekstur í vegakerfinu. Það var í samgönguráðuneyti undir stjórn formanns Framsóknarflokksins sem þetta óheilla frumvarp var samið.

Þetta eru aðeins örfá dæmi og von er að spurt sé hvort forystufólk þessara flokka sé að gera úr þeim hreina hægri flokka.

Valið í kjörklefanum er skýrt og klárt.

Valið stendur á milli hinnar lifandi dauðu nýfrjálshyggju með einkarekstri, einkavæðingu og hömlulausu frelsi fjármálaaflanna og alvöru baráttu gegn þessum öflum sem eru andstæð hagsmunum flest allra íslendinga og félagslegrar uppbyggingar og lausna sem vill lyfta samfélaginu upp frá botninum en smyrja ekki öllu á blá toppinn sem hrynur svo yfir okkur öll.

Á milli samhyggju og sérhyggju.

Sósíalistaflokkurinn er aflið sem getur og þorir að berjast gegn þessum öflum og fyrir samfélagi félagshyggju og jafnaðar.

X-J á kjördag.

Haraldur Ingi Haraldsson er oddviti Sósíalistaflokksins í Norðausturkjördæmi við alþingiskosningarnar 25. september.

Stöndum með Háskólanum á Akureyri

Jón Bjarnason skrifar
15. september 2025 | kl. 22:00

Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn

Heimir Örn Árnason skrifar
13. september 2025 | kl. 12:00

Reynslunni ríkari eftir fjár­hags­leg á­föll síðustu ára

Njáll Trausti Friðbertsson skrifar
09. september 2025 | kl. 08:00

Börnin í Móahverfi sem munu þurfa skutl um allan bæ

Páll Pálsson skrifar
02. september 2025 | kl. 16:30

Er menntakerfið eina vandamálið?

Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
02. september 2025 | kl. 13:15

… og við hvað á fólkið svo að vinna?

Árni Guðmundsson skrifar
01. september 2025 | kl. 11:00