Fara í efni
Umræðan

Grátt í fjöllum og áfram norðan óveður

Skemmtiferðaskipið Costa Favolosa liggur við Tangabryggju á Akureyri. Skipið kom í gærmorgun og áætluð brottför er kl. 18.00 í kvöld. Vaðlaheiðin er klædd vetrarbúningi á ný. Myndir: Skapti Hallgrímsson

Í nótt gránaði í fjöll, örlítil slydda var á Akureyri í bítið og norðanátt er stíf. Norðan óveður verður áfram á landinu í dag, skv. upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Síðan er útlit fyrir talsverða úrkomu á Norðurlandi þar til seint á morgun.

Appelsínugul veðurviðvörun er í gildi til kl. 13.00 í dag. Spáin fyrir Norðurland eystra á þeim tíma er svohljóðandi: Norðan 13-20 metrar á sekúndu og snjókoma eða slydda með lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Varasamar aðstæður fyrir ökutæki vanbúin til vetraraksturs og ekki ráðlegt að leggja í ferðalög til fjalla.

Gul veðurviðvörun tekur gildi kl. 13.00 í dag og gildir fram yfir hádegi á morgun. Spáin fyrir þann tíma hljóðar svo: Talsverð eða mikil rigning. Búast má við auknu afrennsli og vatnavöxtum sem eykur hættu á flóðum og skriðuföllum. Fólk er hvatt til þess að sýna aðgát.

Bíll á Akureyri snemma í morgun. Snjó festi ekki enda hiti yfir frostmarki.

Hvöss norðanátt var í nótt og í morgun og svo verður áfram.

Tjaldsvæðisreiturinn auglýstur „til sölu“

Benedikt Sigurðarson skrifar
25. janúar 2026 | kl. 10:00

Gott að eldast

Kristín Áslaug Guðmundsdóttir skrifar
19. janúar 2026 | kl. 08:00

Hafirðu ekkert gott að segja er betra að þegja!

Hlín Bolladóttir skrifar
16. janúar 2026 | kl. 11:25

Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari

Halldór Óli Kjartansson skrifar
13. janúar 2026 | kl. 06:00

Ríkisrekinn byggðahalli

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar
12. janúar 2026 | kl. 13:00

35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll

Ásthildur Sturludóttir skrifar
09. janúar 2026 | kl. 17:45