Fara í efni
Umræðan

Ferðir ferliþjónustu með hjólastóla falla niður

Strætisvagnar Akureyrar og Akureyrarbær hafa tilkynnt um röskun á ferliþjónustu vegna yfirvofandi óveðurs í dag. Fram kemur í tilkynningu á vef Akureyrarbæjar að allar ferðir ferliþjónustu með hjólastóla falli niður í dag vegna stormsins sem von er á hér á svæðinu um og upp úr hádegi. 

„Þessar ráðstafanir eru gerðar vegna þess að mjög hættulegt getur verið að nota hjólastólalyftur í miklum vindi þegar ekki verður ráðið við hurðir á ferlibílunum og annað sem skapað getur talsverða hættu fyrir alla sem nærri koma,“ segir meðal annars í tilkynningunni.

Notendur geta fengið frekari upplýsingar eða sent fyrirspurnir um ferðirnar með tölvupósti í ferlithjonusta@akureyri.is.

Laugaskóli í Þingeyjarsýslu 100 ára

Benedikt Sigurðarson skrifar
19. október 2025 | kl. 06:00

Hafa foreldrar skoðun á leikskólagjöldum og skráningardögum?

Sunna Hlín Jóhannesdóttir og Gunnar Már Gunnarsson skrifa
14. október 2025 | kl. 15:30

Bjartsýni á Norðurlandi

Sigurjón Þórðarson skrifar
07. október 2025 | kl. 20:00

Fáni – ekki fyrir hvern sem er

Þorleifur Ananíasson skrifar
06. október 2025 | kl. 13:00

Byggingarlist fyrir aldraða

Árni Ólafsson skrifar
30. september 2025 | kl. 17:00

Drenglyndi kvartar til Persónuverndar

Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar
30. september 2025 | kl. 10:00