Fara í efni
Umræðan

Ferðir ferliþjónustu með hjólastóla falla niður

Strætisvagnar Akureyrar og Akureyrarbær hafa tilkynnt um röskun á ferliþjónustu vegna yfirvofandi óveðurs í dag. Fram kemur í tilkynningu á vef Akureyrarbæjar að allar ferðir ferliþjónustu með hjólastóla falli niður í dag vegna stormsins sem von er á hér á svæðinu um og upp úr hádegi. 

„Þessar ráðstafanir eru gerðar vegna þess að mjög hættulegt getur verið að nota hjólastólalyftur í miklum vindi þegar ekki verður ráðið við hurðir á ferlibílunum og annað sem skapað getur talsverða hættu fyrir alla sem nærri koma,“ segir meðal annars í tilkynningunni.

Notendur geta fengið frekari upplýsingar eða sent fyrirspurnir um ferðirnar með tölvupósti í ferlithjonusta@akureyri.is.

Börnin í Móahverfi sem munu þurfa skutl um allan bæ

Páll Pálsson skrifar
02. september 2025 | kl. 16:30

Er menntakerfið eina vandamálið?

Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
02. september 2025 | kl. 13:15

… og við hvað á fólkið svo að vinna?

Árni Guðmundsson skrifar
01. september 2025 | kl. 11:00

Ný sókn í mennta­málum – tæki­færi eða hliðar­skref?

Ingibjörg Isaksen skrifar
28. ágúst 2025 | kl. 14:15

Sveitarstjórnarpólitík: Hvað þarf að laga, og hvernig?

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
28. ágúst 2025 | kl. 12:00

Brautin rudd fyrir nýtingu glatvarma

Ottó Elíasson og Ásthildur Sturludóttir skrifa
25. ágúst 2025 | kl. 10:10