Fara í efni
Umræðan

Háspennustrengur og ljósleiðari í sundur

Vegurinn ofan Krókeyrar sem fór í sundur. Hitaveitulögnin frá Laugalandi sem sést á myndinni er óskemmd. Myndir: Skapti Hallgrímsson

Ljósleiðari og háspennustrengur slitnuðu eftir að stórt skarð myndaðist í veg skammt ofan við Skautahöllina í Innbænum vegna mikilla vatnavaxta. Viðgerð stendur yfir en búast má við sambandsleysi og truflunum á Akureyri og nágrenni að því er segir í tilkynningu frá Vodafone.

Starfsmenn Norðurorku eru meðal þeirra sem hafa í nógu að snúast í dag. „Sem dæmi um verkefni dagsins má nefna að vegna vatnságangs er háspennustrengur við Skautahöllina farinn í sundur og einnig ljósleiðari. Grafist hefur undan undirstöðu hitaveitulagnarinnar frá Laugalandi á sama stað en lögnin er óskemmd. Unnið er að viðbrögðum við þessum skemmdum og öðrum sem tengjast veitum Norðurorku,“ segir á vef fyrirtækisins.

Starfsmenn Tengis og Norðurorku voru við vinnu á vettvangi þegar Akureyri.net kom þar við.

Um nesti, fótbolta og fótbolta kvenna

Þór Karls skrifar
30. apríl 2025 | kl. 06:00

Afgangur og þrír þræðir jarðtengingar

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
15. apríl 2025 | kl. 16:00

Bjánarnir úti á landi

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar
15. apríl 2025 | kl. 12:53

Styrk stjórn gefur góðan árangur

Ásthildur Sturludóttir skrifar
11. apríl 2025 | kl. 17:00

Hörmungarástand við Lundargötu

Jón Ingi Cæsarsson skrifar
11. apríl 2025 | kl. 10:45

Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis á erindi við þig

Pétur Þór Jónasson og Inga Bára Ragnarsdóttir skrifa
08. apríl 2025 | kl. 11:45