Fara í efni
Umræðan

Háspennustrengur og ljósleiðari í sundur

Vegurinn ofan Krókeyrar sem fór í sundur. Hitaveitulögnin frá Laugalandi sem sést á myndinni er óskemmd. Myndir: Skapti Hallgrímsson

Ljósleiðari og háspennustrengur slitnuðu eftir að stórt skarð myndaðist í veg skammt ofan við Skautahöllina í Innbænum vegna mikilla vatnavaxta. Viðgerð stendur yfir en búast má við sambandsleysi og truflunum á Akureyri og nágrenni að því er segir í tilkynningu frá Vodafone.

Starfsmenn Norðurorku eru meðal þeirra sem hafa í nógu að snúast í dag. „Sem dæmi um verkefni dagsins má nefna að vegna vatnságangs er háspennustrengur við Skautahöllina farinn í sundur og einnig ljósleiðari. Grafist hefur undan undirstöðu hitaveitulagnarinnar frá Laugalandi á sama stað en lögnin er óskemmd. Unnið er að viðbrögðum við þessum skemmdum og öðrum sem tengjast veitum Norðurorku,“ segir á vef fyrirtækisins.

Starfsmenn Tengis og Norðurorku voru við vinnu á vettvangi þegar Akureyri.net kom þar við.

Börnin í Móahverfi sem munu þurfa skutl um allan bæ

Páll Pálsson skrifar
02. september 2025 | kl. 16:30

Er menntakerfið eina vandamálið?

Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
02. september 2025 | kl. 13:15

… og við hvað á fólkið svo að vinna?

Árni Guðmundsson skrifar
01. september 2025 | kl. 11:00

Ný sókn í mennta­málum – tæki­færi eða hliðar­skref?

Ingibjörg Isaksen skrifar
28. ágúst 2025 | kl. 14:15

Sveitarstjórnarpólitík: Hvað þarf að laga, og hvernig?

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
28. ágúst 2025 | kl. 12:00

Brautin rudd fyrir nýtingu glatvarma

Ottó Elíasson og Ásthildur Sturludóttir skrifa
25. ágúst 2025 | kl. 10:10