Fara í efni
Umræðan

Spá norðan snjókomu og skafrenningi í kvöld

Veðurstofa Íslands spáir norðan hríðarveðri og austan- og norðanverðu landinu í dag og í kvöld. Gul veðurviðvörun tekur gildi á Norðurlandi eystra kl. 15.00 í dag og gildir til miðnættis.

Spáð er norðanátt – 13 til 18 metrum á sekúndu – með snjókomu og skafrenningi. „Búast má við lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum, einkum til fjalla. Fólki er bent á að sýna varkárni og fylgjast með veðurspám,“ segir í tilkynningu Veðurstofunnar.

Spáin fyrir landið allt næsta sólarhringinn er svohljóðandi:

Norðaustan og norðan 13-23 m/s, hvassast á Suðausturlandi. Snjókoma eða slydda austanlands og síðar einnig norðanlands. Þurrt á suðvestanverðu landinu, en stöku él þar í kvöld. Hiti kringum frostmark, en að 6 stigum sunnanlands yfir daginn.

Áfram allhvöss eða hvöss norðanátt á morgun, en hægari austantil á landinu. Allvíða rigning eða snjókoma með köflum, en úrkomulítið suðvestantil. Hlýnar lítillega.

HVAÐ MERKIR GUL VIÐVÖRUN?

Á vef Veðurstofunnar segir:
Veðrið getur haft nokkur eða staðbundin áhrif og valdið töfum, slysum eða tjóni ef aðgát er ekki höfð. Slík veður eru ekki óalgeng en krefjast árvekni við skipulagningu atburða og í ferðum á milli landshluta eða á hálendinu. Óveruleg áhrif á samgöngur á landi, innviði og þjónustu. 

Sumarið sem kom á óvart

Kristín Helga Schiöth skrifar
22. maí 2025 | kl. 10:30

Að safna bílflökum

Jón Ingi Cæsarsson skrifar
21. maí 2025 | kl. 09:15

Fundur með eldri borgurum á Akureyri

Sigurjón Þórðarson skrifar
16. maí 2025 | kl. 16:30

Heyrn er ekki munaður – hún er þátttaka

Ingibjörg Isaksen skrifar
16. maí 2025 | kl. 12:00

„Verður engin þjóðaratkvæðagreiðsla“

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
11. maí 2025 | kl. 20:00

75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu

Clara Ganslandt skrifar
09. maí 2025 | kl. 16:30