Fara í efni
Umræðan

Einstakt umhverfi hjá Linkedln og Microsoft

Rebekka Kristín Garðarsdóttir, stjórnandi hjá LinkedIn og Microsoft í Asíu um tíma en nú forstöðukona hjá Wise á Akureyri, er gestur Sigurðar Ragnarssonar í nýjasta þætti hlaðvarpsins Forysta og samskipti. Sigurður, umsjónarmaður hlaðvarpsins, er deildarforseti viðskiptadeildar Háskólans á Akureyri.

„Rebekka Kristín starfaði meðal annars áður í Hong Kong sem stjórnandi hjá LinkedIn og Microsoft, auk þess sem hún stofnaði og rak fyrirtæki þar ytra. Margt kemur til tals, eins og munurinn á að vera stjórnandi og leiðtogi,“ segir Sigurður. „Einnig segir Rebekka Kristín frá tíma sínum hjá LinkedIn og Microsoft og lýsir þar til dæmis einstöku starfsumhverfi þar sem afar mikil krafa var gerð á árangur samhliða að hugað var að vellíðan starfsfólks.“
 
Rebekka Kristín ræðir einnig muninn á að vera forystumanneskja í Kína og á Íslandi. Þá fer hún einnig yfir hvernig var að stofna fyrirtæki í Kína og lýsir reynslu sinni af því.
 
 

 

Sigurður Ragnarsson, forseti Viðskiptadeildar HA, og Rebekka Kristín Garðarsdóttir, forstöðukona og verkefnastjóri hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Wise á Akureyri.

Fiskeldi og samfélagsábyrgð

Eyjólfur Ármannsson skrifar
30. júní 2025 | kl. 09:45

Hver borgar brúsann?

Ingibjörg Isaksen skrifar
28. júní 2025 | kl. 12:00

Börn eiga skilið að alast upp í friði – þrátt fyrir breyttar aðstæður

Halldóra K. Hauksdóttir skrifar
25. júní 2025 | kl. 16:30

Fréttir af baggavélum og lömbum

Heiða Ingimarsdóttir skrifar
25. júní 2025 | kl. 06:00

Leiðrétting veiðigjalda – tækifæri, ekki árás

Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar
24. júní 2025 | kl. 16:00

Stöðvum áætlanir um sjókvíaeldi í Eyjafirði!

Harpa Barkardóttir skrifar
24. júní 2025 | kl. 06:00