Fara í efni
Umræðan

Einar sækist eftir 1. sæti hjá Pírötum

Einar A. Brynjólfsson hefur ákveðið að gefa kost á sér í prófkjöri Pírata í Norðausturkjördæmi vegna Alþingiskosninga sem fram fara í haust. Hann sækist eftir 1. sæti á lista flokksins í kjördæminu.

„Ég var svo heppinn að fá að sitja á Alþingi 2016-2017 og lærði ansi margt sem ég vil byggja á. Á þessum stutta tíma kom ég að fjölmörgum þingmálum, t.d. varðandi rannsókn á Fjárfestingaleið Seðlabankans, stjórnarskrá, tekjustofna sveitarfélaga, lífeyrissjóðsmál, skattaundanskot, heilbrigðismál, menntamál, fjölmiðlamál, norrænt samstarf, barnaréttarmál, samgöngumál, umhverfismál og strandveiðar svo fátt eitt sé talið,“ segir Einar í tilkynningu.

„Ég vil þróa íslenskt samfélag í átt til jafnréttis og jöfnuðar á öllum sviðum, t.d. með því að ráðast gegn spillingu og óráðsíu, þannig að við öll fáum jöfn tækifæri til frægðar og frama án tillits til flokksskírteinis og/eða efnahags. Ég vil berjast fyrir frelsi einstaklingsins til orðs og athafna og auka aðkomu almennings að lýðræðislegri ákvarðanatöku með því að beita mér fyrir nýrri stjórnarskrá, sérstaklega þeim ákvæðum sem snúa að auðlindum, beinu lýðræði og mannréttindum. Ég vil takast á við kvótakerfið, auka strandveiðar, leggjast í stórsókn í atvinnu-, heilbrigðis- og menntamálum á landsbyggðunum á grunni sjálfbærni og í sátt við umhverfið. Auk þess vil ég beita mér fyrir gerbreyttu vinnulagi á Alþingi, sem myndi auka gæði, skilvirkni og síðast en ekki síst, auka traust almennings á þeirri stofnun.

Ég sækist eftir 1. sæti á lista flokksins í kjördæminu.“

Bjartsýni á Norðurlandi

Sigurjón Þórðarson skrifar
07. október 2025 | kl. 20:00

Fáni – ekki fyrir hvern sem er

Þorleifur Ananíasson skrifar
06. október 2025 | kl. 13:00

Byggingarlist fyrir aldraða

Árni Ólafsson skrifar
30. september 2025 | kl. 17:00

Drenglyndi kvartar til Persónuverndar

Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar
30. september 2025 | kl. 10:00

Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli

Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
26. september 2025 | kl. 14:00

Lýðræðið og kirkjan

Auður Thorberg skrifar
25. september 2025 | kl. 09:30