Fara í efni
Umræðan

Bikarinn: KA heima gegn ÍR, Þór úti gegn Gróttu

KA-maðurinn Ívar Örn Árnason og Þórsarinn Birkir Heimisson. Myndir: Þórir Ó. Tryggvason og Skapti Hallgrímsson

KA mætir ÍR á heimavelli í 32 liða úrslitum bikarkeppninnar í knattspyrnu, Mjólkurbikarkeppninnar, en Þórsarar leika við Gróttu á Seltjarnarnesi. Dregið var í dag.

Báðir leikirnir fara fram í næstu viku, fimmtudaginn 25. apríl, sem er sumardagurinn fyrsti.

  • 15.00, KA - ÍR á Greifavelli KA
  • 16.00, Grótta - Þór á Vivaldivellinum á Seltjarnarnesi

Þór, Grótta og ÍR leika öll í næst efstu deild Íslandsmótsins í sumar, Lengjudeildinni, en KA í Bestu deildinni. Liðin í efstu deild mæta nú til leiks, í 3. umferð keppninnar, en Lengjudeildarliðin tóku þátt í 2. umferð. Úrslit urðu þessi:

  • Þór - KFA 5:1
  • KV - ÍR 1:7
  • Grótta - Njarðvík 3:2

Stórleikur 32 liða úrslitanna í ár verður viðureign Vals og FH. Það er eini leikurinn þar sem lið úr Bestu deildinni mætast.

Smellið hér til að sjá allan dráttinn

Álögur á heimili og fyrirtæki hafa aukist verulega á kjörtímabilinu

Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
08. nóvember 2025 | kl. 11:30

Græni dagurinn

Hlín Bolladóttir skrifar
07. nóvember 2025 | kl. 22:30

Afsakið – Kemst ekki á fundinn

Jón Hjaltason skrifar
03. nóvember 2025 | kl. 15:30

Varaflugvallagjaldið og flugöryggi

Njáll Trausti Friðbertsson skrifar
01. nóvember 2025 | kl. 15:30

Hefðum ekki fært út efnahagslögsöguna

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
31. október 2025 | kl. 09:00