Fara í efni
Umræðan

Bikarinn: KA heima gegn ÍR, Þór úti gegn Gróttu

KA-maðurinn Ívar Örn Árnason og Þórsarinn Birkir Heimisson. Myndir: Þórir Ó. Tryggvason og Skapti Hallgrímsson

KA mætir ÍR á heimavelli í 32 liða úrslitum bikarkeppninnar í knattspyrnu, Mjólkurbikarkeppninnar, en Þórsarar leika við Gróttu á Seltjarnarnesi. Dregið var í dag.

Báðir leikirnir fara fram í næstu viku, fimmtudaginn 25. apríl, sem er sumardagurinn fyrsti.

  • 15.00, KA - ÍR á Greifavelli KA
  • 16.00, Grótta - Þór á Vivaldivellinum á Seltjarnarnesi

Þór, Grótta og ÍR leika öll í næst efstu deild Íslandsmótsins í sumar, Lengjudeildinni, en KA í Bestu deildinni. Liðin í efstu deild mæta nú til leiks, í 3. umferð keppninnar, en Lengjudeildarliðin tóku þátt í 2. umferð. Úrslit urðu þessi:

  • Þór - KFA 5:1
  • KV - ÍR 1:7
  • Grótta - Njarðvík 3:2

Stórleikur 32 liða úrslitanna í ár verður viðureign Vals og FH. Það er eini leikurinn þar sem lið úr Bestu deildinni mætast.

Smellið hér til að sjá allan dráttinn

Áskorun vegna breytinga á geðþjónustu

Stjórn Geðverndarfélags Akureyrar skrifar
10. júlí 2024 | kl. 18:08

Nýja viðbyggingin við SAk

Hjörleifur Hallgríms Herbertsson skrifar
10. júlí 2024 | kl. 17:45

KS og Kjarnafæði Norðlenska

Gísli Sigurgeirsson skrifar
09. júlí 2024 | kl. 14:05

Ályktun Geðhjálpar vegna breytinga á þjónustu

Stjórn Geðhjálpar skrifar
06. júlí 2024 | kl. 06:00

Yfirlýsing varðandi breytingar á leikskólagjöldum

Anna Júlíusdóttir skrifar
05. júlí 2024 | kl. 11:45

Opið bréf til forseta Íslands

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
04. júlí 2024 | kl. 11:00