Fara í efni
Umræðan

Bikarinn: KA heima gegn ÍR, Þór úti gegn Gróttu

KA-maðurinn Ívar Örn Árnason og Þórsarinn Birkir Heimisson. Myndir: Þórir Ó. Tryggvason og Skapti Hallgrímsson

KA mætir ÍR á heimavelli í 32 liða úrslitum bikarkeppninnar í knattspyrnu, Mjólkurbikarkeppninnar, en Þórsarar leika við Gróttu á Seltjarnarnesi. Dregið var í dag.

Báðir leikirnir fara fram í næstu viku, fimmtudaginn 25. apríl, sem er sumardagurinn fyrsti.

  • 15.00, KA - ÍR á Greifavelli KA
  • 16.00, Grótta - Þór á Vivaldivellinum á Seltjarnarnesi

Þór, Grótta og ÍR leika öll í næst efstu deild Íslandsmótsins í sumar, Lengjudeildinni, en KA í Bestu deildinni. Liðin í efstu deild mæta nú til leiks, í 3. umferð keppninnar, en Lengjudeildarliðin tóku þátt í 2. umferð. Úrslit urðu þessi:

  • Þór - KFA 5:1
  • KV - ÍR 1:7
  • Grótta - Njarðvík 3:2

Stórleikur 32 liða úrslitanna í ár verður viðureign Vals og FH. Það er eini leikurinn þar sem lið úr Bestu deildinni mætast.

Smellið hér til að sjá allan dráttinn

Hin gáttin

Þórhallur Jónsson skrifar
16. september 2025 | kl. 15:00

Samgöngufélagið Þjóðbraut

Jens Garðar Helgason skrifar
16. september 2025 | kl. 11:20

Stöndum með Háskólanum á Akureyri

Jón Bjarnason skrifar
15. september 2025 | kl. 22:00

Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn

Heimir Örn Árnason skrifar
13. september 2025 | kl. 12:00

Reynslunni ríkari eftir fjár­hags­leg á­föll síðustu ára

Njáll Trausti Friðbertsson skrifar
09. september 2025 | kl. 08:00

Börnin í Móahverfi sem munu þurfa skutl um allan bæ

Páll Pálsson skrifar
02. september 2025 | kl. 16:30