Fara í efni
Umræðan

Áslaug Ásgeirsdóttir skipuð rektor HA

Dr. Áslaug Ásgeirsdóttir hefur verið skipuð rektor Háskólans á Akureyri (HA) frá og með 1. júlí næstkomandi. Þetta kemur fram á vef HA.

Skipan Áslaugar er samkvæmt ákvörðun háskólaráðs frá 2. apríl síðastliðnum um að tilnefna hana sem næsta rektor skólans. Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra samþykkti tillöguna og tekur Áslaug við rekstorsstöðunni 1. júlí næstkomandi.

Alls bárust fimm umsóknir um embættið en skipað er til fimm ára. Eyjólfur Guðmundsson lætur af starfi rektors í sumar eftir 10 árí starfi.

Aðstoðarrektor undanfarin fimm ár

Á vef Háskólans á Akureyri segir:

Dr. Áslaug Ásgeirsdóttir starfar í dag sem prófessor við Bates Collage, Lewiston, Maine [í Bandaríkjunum] og hefur starfað þar síðan árið 2001.

Áslaug hefur gegnt þar ýmsum stjórnunarstörfum, s.s. starfi aðstoðarrektors og starfi deildarforseta.

Áslaug er með doktorsgráðu í stjórnmálafræði frá Washington University in St. Louis í Bandaríkjunum. Auk þess að hafa unnið við kennslu og rannsóknir, hefur Áslaug víðtæka stjórnunarreynslu. Hún hefur í gegnum störf sín hjá Bates College m.a. komið að stjórnun rannsóknasjóðs, endurskoðun á nefndakerfi, yfirumsjón með námsmati, endurskipulagningu deildar og fleiri verkefnum bæði sem stjórnandi og prófessor.

Áslaug hefur einnig starfað sem gestaprófessor við Háskólasetur Vestfjarða og sem Fulbright fræðimaður hjá Háskóla Íslands. Áslaug er þakklát trausti háskólaráðs til síns, og hún hlakkar til að hefja störf við Háskólann á Akureyri, og setjast að á Akureyri.

„Háskólinn á Akureyri er góður skóli, sem hefur ákveðna sérstöðu í Íslensku háskólasamfélagi, og verður gaman að byggja á þeim grunni til framtíðar,“ er haft eftir Áslaugu á vef HA.

Ef við getum ekki lækkað fasteignaskatt, þá eigum við að hagræða

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
03. júlí 2025 | kl. 14:00

Verulegt rými til framfara

Árni Guðmundsson skrifar
02. júlí 2025 | kl. 11:00

Látið hjarta Akureyrar í friði

Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
01. júlí 2025 | kl. 06:00

Fiskeldi og samfélagsábyrgð

Eyjólfur Ármannsson skrifar
30. júní 2025 | kl. 09:45

Hver borgar brúsann?

Ingibjörg Isaksen skrifar
28. júní 2025 | kl. 12:00

Börn eiga skilið að alast upp í friði – þrátt fyrir breyttar aðstæður

Halldóra K. Hauksdóttir skrifar
25. júní 2025 | kl. 16:30