Fara í efni
Pistlar

Kosningar til Alþingis í dag

Alþingiskosningar eru í dag. Akureyrarbæ verður skipt í tólf kjördeildir, tíu á Akureyri, eina í Hrísey og eina í Grímsey.

Hér má sjá lista yfir kjördeildir á Akureyri.

Á Akureyri verður kjörstaður í Verkmenntaskólanum, í Hrísey verður kjörstaður í Hríseyjarskóla og í Grímsey verður kjörstaður í Félagsheimilinu Múla.

Kjörfundur hefst á Akureyri klukkan 9.00 og lýkur klukkan 22.00. Í Hrísey og í Grímsey hefst kjörfundur einnig klukkan 9.00 en lýkur fyrr. Kjósendur þar eru hvattir til að mæta á kjörstað fyrir klukkan 17.00 en opið verður að lágmarki til 17.30, nema allir á kjörskrá hafi kosið fyrir þann tíma.

  • Kjósendum ber að sýna persónuskilríki eða önnur kennivottorð á kjörfundi.
  • Þá eru kjósendur beðnir um að gæta að smitvörnum, handspritt verður við innganga á kjörstað og öllum kjósendum gert að spritta hendur áður en farið er inn í kjördeildir.
  • Veistu ekki hvaða í hvaða kjördeild þú átt að kjósa? Svarið færðu með því að smella hér, slærð síðan inn kennitöluna þína og færð upplýsingar um kjörstað og kjördeild.

Gleðilegan kjördag!

Jävla Öxnabrekkan

Orri Páll Ormarsson skrifar
17. október 2025 | kl. 12:00

Skáldið Jónas Þorbjarnarson (1960-2012)

Arnar Már Arngrímsson skrifar
16. október 2025 | kl. 08:30

Vatnsskaði – Um áhrif flóða og vatnsmettunar jarðvegs á tré

Sigurður Arnarson skrifar
15. október 2025 | kl. 10:00

Hús dagsins: Háls í Eyjafirði

Arnór Bliki Hallmundsson skrifar
13. október 2025 | kl. 06:00

Álfar og huldufólk

Jóhann Árelíuz skrifar
12. október 2025 | kl. 13:00

Við nennum ekki þessu uppeldi

Stefán Þór Sæmundsson skrifar
11. október 2025 | kl. 06:00