Fara í efni
Pistlar

Falleg kvöldstund í Miðgarðakirkju

Bræðurnir Bjarni og Svafar Gylfasynir tóku lagið upp við altarið í gærkvöld ásamt séra Pálma Matthíassyni. Myndir: Helgi Jónsson

Til stóð að vígja Miðgarðakirkju í Grímsey í dag, sunnudag, von var á biskupi Íslands af því tilefni en upp úr hádegi á föstudag var athöfninni frestað vegna slæmrar veðurspár. Eyjarskeggjar tóku hins vegar forskot á sæluna í gærkvöld, laugardagskvöld, og héldu samkomu í kirkjunni.

Margir höfðu gert sér ferð út í eyju vegna fyrirhugaðrar vígsluathafnar og ákveðið var að opna kirkjuna gestum og gangandi í gærkvöld. Það var að sögn afar falleg stund og tár víða á hvarmi – gleðitár. Að sögn viðmælanda Akureyri.net voru nokkrir erlendir ferðamenn á meðal samkomugesta og skemmtu sér augljóslega vel þótt þeir hafi ekki skilið orð af hinu talaða máli.
 
Séra Pálmi Matthíasson, fyrrverandi sóknarprestur Grímseyinga (þegar hann þjónaði í Glerárprestakalli á Akureyri) flutti ávarp, Alfreð Garðarsson formaður sóknarnefndar lék á harmoniku, einnig var leikið á gítar og sungið.
 
Kirkjan verður vígð við hátíðlega athöfn sunnudaginn 10. ágúst í sumar.
 

Sigrún Þorláksdóttir kveikir á kertum við altarið áður en athöfnin hófst í Miðgarðakirkju. Séra Pálmi Matthíasson við hlið hennar.

Alfreð Garðarsson formaður sóknarnefndar Miðgarðakirkju og séra Pálmi Matthíasson, fyrrverandi sóknarprestur Grímseyinga, í kirkjunni í gærkvöld.

Miðgarðakirkja í Grímsey sem risin er á grunni þeirrar gömlu sem brann til kaldra kola í september 2021.

Elri. Hjálplegt, gagnlegt og fallegt

Sigurður Arnarson skrifar
27. ágúst 2025 | kl. 08:00

Númer

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
25. ágúst 2025 | kl. 11:30

Sól um hádegisbil

Jóhann Árelíuz skrifar
24. ágúst 2025 | kl. 06:00

Orkuveita heilans

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
23. ágúst 2025 | kl. 11:45

Þessi þjóð er óð í gróða

Stefán Þór Sæmundsson skrifar
23. ágúst 2025 | kl. 06:00

Og Ian Rush verður að skora!

Orri Páll Ormarsson skrifar
22. ágúst 2025 | kl. 09:00