Fara í efni
Pistlar

Leiðsagnir um nýjar sýningar á Listasafninu

Tvær nýjar sýningar voru opnaðar síðustu helgi á Listasafninu á Akureyri. Annars vegar sýning Þóru Sigurðardóttur, Tími-Rými-Efni, og hins vegar sýning Heimis Hlöðverssonar, Samlífi. Fræðslufulltrúi safnsins, Heiða Björk Vilhjálmsdóttir, mun bjóða upp á almenna leiðsögn um sýningarnar á morgun, laugardaginn 24. maí kl. 15 - 15:30.

Á sunnudeginum, 25. maí kl. 11.00 verður Heiða Björk svo með fjölskylduleiðsögn um sýningarnar. Að henni lokinni verður gestum boðið að búa til sitt eigið listaverk, innblásið af verkunum.

Hér má lesa umfjöllun akureyri.net um sýningu Þóru Sigurðardóttur, Tími-Rými-Efni.

Hér má lesa umfjöllun akureyri.net um sýningu Heimis Hlöðverssonar, Samlífi.

 

Þóra Sigurðardóttir, myndlistamaður og Heimir Hlöðversson, margmiðlunarlistamaður. Myndir: RH

Gróðurhússbruninn

Jóhann Árelíuz skrifar
03. ágúst 2025 | kl. 06:00

Þessi þjóð er á tali

Stefán Þór Sæmundsson skrifar
02. ágúst 2025 | kl. 06:00

Ótilhlýðileg framkoma í eitruðu starfsumhverfi

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
01. ágúst 2025 | kl. 09:30

Einkennisbarrtré suðurhvelsins

Sigurður Arnarson skrifar
30. júlí 2025 | kl. 09:00

Atlavík

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
28. júlí 2025 | kl. 11:30

Timburmenn

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
27. júlí 2025 | kl. 06:00