Fara í efni
Pistlar

Hekla Björt leiðir gesti í huglæg hús

Hekla Björt Helgadóttir. Mynd: aðsend

Boðið verður upp á gjörning Heklu Bjartar Helgadóttur í Listasafninu á Akureyri á morgun, laugardaginn 12. júlí kl. 15, í tengslum við þátttöku hennar í samsýningu norðlenskra listamanna, Mitt rými. Viðburðurinn er hluti af Listasumri á Akureyri.

Fram kemur, í fréttatilkynningu frá Listasafninu, að í gjörningnum, sem ber heitið Höfuðið hús, snertir Hekla Björt á sambandi húsa og sála og hvernig manneskjan myndar tengsl við steypu, fjalir og húsmuni á persónulegan hátt. Hún leiðir gesti inn í huglæg hús og víkkar þannig út rými áhorfenda. Gjörningurinn tengist verkum Heklu, Eyðibýli, með beinum hætti en þau tilheyra fyrrnefndri sýningu norðlenskra listamanna, Mitt rými, sem nú er yfirstandandi á Listasafninu.

 

Skyggnst inn um glugga á verki Heklu Bjartar 'Eyðibýli' á samsýningu norðlenskra listamanna á Listasafninu. Mynd: RH

Hekla Björt Helgadóttir vinnur jöfnum höndum sem myndlistarmaður og skáld. Verk hennar eru einlæg, hnyttin og draumkennd og oft undir sterkum áhrifum frá gjörningalist og leikhúsi. Hekla hefur sett upp einkasýningar og tekið þátt í fjölmörgum samsýningum og gjörningaviðburðum. Einnig er hún einn af stofnendum og starfrækjendum listahópsins Kaktuss á Akureyri.

Gróðurhússbruninn

Jóhann Árelíuz skrifar
03. ágúst 2025 | kl. 06:00

Þessi þjóð er á tali

Stefán Þór Sæmundsson skrifar
02. ágúst 2025 | kl. 06:00

Ótilhlýðileg framkoma í eitruðu starfsumhverfi

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
01. ágúst 2025 | kl. 09:30

Einkennisbarrtré suðurhvelsins

Sigurður Arnarson skrifar
30. júlí 2025 | kl. 09:00

Atlavík

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
28. júlí 2025 | kl. 11:30

Timburmenn

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
27. júlí 2025 | kl. 06:00