Fara í efni
Pistlar

„Allt aðeins meira í lagi en annars staðar“

SÖFNIN OKKAR – 76

Frá Listasafninu á Akureyri_ _ _

Akureyri.net heldur áfram að opna dyr safnanna í bænum lesendum til fróðleiks og skemmtunar. Það er gert vikulega, á fimmtudögum.

Ragnar Kjartansson
Undirheimar Akureyrar
2021
Útilistaverk

Ragnar Kjartansson er einn af virtustu listamönnum þjóðarinnar – þekktur fyrir vídeóverk, málverk, gjörninga og innsetningar. Í verkum hans örlar oft á kaldhæðni og koma þau áhorfandanum sífellt á óvart með ákveðinni framsækni tengdri þjóðarsálinni, sögunni og tilvist listamannsins innan samfélagsins eða utan þess. Útilistaverkið Undirheimar Akureyrar, sem Ragnar vann sérstaklega fyrir svalir Listasafnsins á Akureyri 2021, hefur beina tilvísun í akureyrskt samfélag, eða eins og Ragnar orðar það sjálfur: „Á Akureyri er allt aðeins meira í lagi en annars staðar.“

Ragnar Kjartansson er fæddur í Reykjavík 1976. Hann lauk námi frá myndlistadeild Listaháskólans 2001 og var gestanemandi í Konunglegu Akademíunni í Stokkhólmi 2000. Hann stundaði auk þess nám við Hússtjórnarskólann í Reykjavík 1996-97. Verk Ragnars hafa verið sýnd á nokkrum virtustu söfnum og hátíðum heims, svo sem í Louisiana Museum of Modern Art, Kunstmuseum Stuttgart, Metropolitan Museum of Art í New York, Barbican Art Gallery í London, Hirshhorn Museum and Sculpture Garden í Washington DC og Palais de Tokyo í París. Tvisvar hafa verk hans verið sýnd á Feneyjatvíæringnum.

The Guardian valdi verk Ragnars, The Visitors, besta listaverk 21. aldarinnar eftir að það var fyrst sett upp í Migrossafninu í Zürich 2012. Verkið var síðar sýnt á Listasafninu á Akureyri 2023.

Gróðurhússbruninn

Jóhann Árelíuz skrifar
03. ágúst 2025 | kl. 06:00

Þessi þjóð er á tali

Stefán Þór Sæmundsson skrifar
02. ágúst 2025 | kl. 06:00

Ótilhlýðileg framkoma í eitruðu starfsumhverfi

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
01. ágúst 2025 | kl. 09:30

Einkennisbarrtré suðurhvelsins

Sigurður Arnarson skrifar
30. júlí 2025 | kl. 09:00

Atlavík

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
28. júlí 2025 | kl. 11:30

Timburmenn

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
27. júlí 2025 | kl. 06:00