Fara í efni
Pistlar

Jöfnunarstöð og brú – eina tilboðinu hafnað

Jöfnunarstoppstöð SVA eins og hún lítur út í útboðsgögnum Akureyrarbæjar.

Umhverfis- og mannvirkjaráð Akureyrarbæjar hefur hafnað tilboði í gerð göngu- og hjólabrúar yfir Glerá ásamt jöfnunarstoppstöð fyrir Strætisvagna Akureyrar. 

Fyrir fundi ráðsins núna í vikunni lá niðurstaða úr útboði á verkunum. Aðeins eitt tilboð barst og var það 55% yfir kostnaðaráætlun. Ráðið ákvað því að hafna tilboðinu og felur sviðsstjóra umhverfis- og mannvirkjasviðs að vinna málið áfram.

Hér má sjá staðsetningu væntanlegrar göngu- og hjólabrúar yfir Glerá, um 50 metrum ofan við núverandi vegbrú á Hörgárbraut, á móts við núverandi biðstöð SVA gegnt Glerártorgi. Skjáskot úr útboðsgögnum.

Umhverfis- og mannvirkjasvið Akureyrarbæjar auglýsti í lok mars eftir tilboðum í verkin. 

Eins og fram kom í frétt Akureyri.net fyrr í mánuðinum gagnrýndi Sindri S. Kristjánsson (S) stjórnsýsluna við málið þar sem verkið hafði verið boðið út áður en bæjarstjórn hafði formlega samþykkt breytingar á aðal- og deiliskipulagi í tengslum við þessar framkvæmdir. 

Skipulagsbreytingarnar voru samþykktar með sjö atkvæðum á bæjarstjórnarfundi núna í vikunni. 

Ég gleymdi bestu gjöfinni... Og ljóðið endar hér.

Rakel Hinriksdóttir skrifar
23. maí 2025 | kl. 07:00

Útvarpið okkar

Kristín Aðalsteinsdóttir skrifar
23. maí 2025 | kl. 06:00

Skógarfuglinn músarrindill

Sigurður Arnarson skrifar
21. maí 2025 | kl. 09:00

Chelsea

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
19. maí 2025 | kl. 11:30

Kattaraugun

Jóhann Árelíuz skrifar
18. maí 2025 | kl. 06:00

Ofvirkir unglingar að æpa á róandi?

Stefán Þór Sæmundsson skrifar
17. maí 2025 | kl. 09:00