Fara í efni
Pistlar

Halda sig við þriggja hæða hús við Miðholt

Skjáskot úr tillögu Nordic Office of Architecture um skipulag og útlit bygginga á lóðunum nr. 1-9 við Miðholt. Hér er horft frá Langholti í norðaustur eftir Miðholtinu.

Skipulagsráð Akureyrarbæjar hefur samþykkt að leggja til við bæjarstjórn að auglýst verði tillaga að breytingu á deiliskipulagi Holtahverfis norður fyrir svæði sem afmarkast af Langholti, Miðholti, Krossanesbraut og lóðamörkum Undirhlíðar 1 og 3. Niðurstaða skipulagsráðs er að leyfa skuli þriggja hæða fjölbýlishús í stað tveggja hæða samkvæmt gildandi deiliskipulagi. 

Með breytingunni fjölgar íbúðum sem leyfilegt er að byggja á reitnum úr 30 í 54. Gert er ráð fyrir að leyfilegt verði að byggja einn bílakjallara innan lóðarmarka með aksturstengingu frá Langholti. Áfram er reiknað með innakstri á bílastæði úr Miðholti, en innkeyrslum fækkað úr fimm í tvær. Frá fyrri tillögu hefur verið bætt við stígum og gróðri á opnu svæði, auk þess sem gerðar eru breytingar á hámarkshraða í Langholti og bætt við gönguþverun.

Uppdráttur af lóðum 1-9 við Miðholt ásamt umferðartengingum og götuþverun yfir Langholt eins og skipulagsráð leggur nú til við bæjarstjórn að verði auglýst. 

Akureyri.net hefur áður fjallað um mótmæli íbúanna vegna áformaðra breytinga, þar á meðal óánægju með hækkun húsa og fjölgun íbúða sem hafi í för með sér óeðlilega aukningu á umferð um Miðholt.

3+30+300

Sigurður Arnarson skrifar
14. maí 2025 | kl. 09:20

Export

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
12. maí 2025 | kl. 11:30

Með hæla í rassi

Jóhann Árelíuz skrifar
11. maí 2025 | kl. 06:00

Hús dagsins: Aðalstræti 62

Arnór Bliki Hallmundsson skrifar
11. maí 2025 | kl. 06:00

Örlítið brot frá unglingsárum

Kristín Aðalsteinsdóttir skrifar
09. maí 2025 | kl. 06:00

Barkarbjöllur – ógn við íslenska skóga

Sigurður Arnarson skrifar
07. maí 2025 | kl. 08:45