Fara í efni
Pistlar

SS Byggir með hærra tilboð af tveimur

Lóðirnar Hofsbót 1 og 3 eru á þessari mynd afmarkaðar nokkurn veginn með rauðu strikunum. Hofsbót 1 nær og 3 fjær. Bygging BSO sést í gula hringnum neðst í vinstra horni myndarinnar. Ljósmynd: Þorgeir Baldursson.

Tvö tilboð bárust í lóðirnar Hofsbót 1 og 3, það hærra frá SS Byggi. Akureyrarbær auglýsti eftir tilboðum í byggingarrétt á lóðunum tveimur fyrir rúmu ári, en þá bárust engin tilboð. Aftur var auglýst í maí og rann tilboðsfrestur út í gær, fimmtudag. 

SS Byggir ehf. bauð 251 milljón og eina krónu, en Sigtún þróunarfélag ehf. bauð 235 milljónir króna. Tilboðin voru opnuð hjá skipulagsdeild Akureyrarbæjar í gær. Sigtún þróunarfélag ehf. hefur meðal annars staðið að uppbyggingu í miðbæ Selfoss, en félagið er í eigu Kristjáns Vilhelmssonar og Leós Árnasonar.

Hús leigubifreiðastöðvar BSO hefur staðið með bráðabirgðastöðuleyfi með sex mánaða uppsagnarfresti frá 1955. Ljósmynd: Þorgeir Baldursson.

Gera má ráð fyrir að niðurstöður útboðsins komi til afgreiðslu á næsta fundi skipulagsráðs bæjarins og í framhaldi af því hjá bæjarráði. Verði ákveðið að taka öðru tilboðinu og ganga til samninga við bjóðanda mun það væntanlega ýta við leit að nýrri staðsetningu fyrir leigubílastöð BSO, en eins og akureyri.net hefur áður greint frá var BSO tilkynnt í tengslum við skipulagsvinnu vegna lóðanna að ef tilboð bærist í lóðina Hofsbót 1 sem bæjarráð samþykkti þyrfti BSO að fara með starfsemi sína og húsakost af svæðinu með sex mánaða fyrirvara. 

Kanínur

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
30. júní 2025 | kl. 11:30

Eldhúsdagsumræður

Jóhann Árelíuz skrifar
29. júní 2025 | kl. 06:00

Lýsið frá Tona og Jónda

Orri Páll Ormarsson skrifar
27. júní 2025 | kl. 10:00

„Við erum einu skrefi frá því að sagan endurtaki sig“

Halldóra Margrét Pálsdóttir skrifar
26. júní 2025 | kl. 08:15

„Ég yfirgaf ekki Rússland, Rússland yfirgaf mig“

Sveinn Brimar Jónsson skrifar
26. júní 2025 | kl. 08:15

Skaðvaldar á birki

Sigurður Arnarson skrifar
25. júní 2025 | kl. 09:30