Fara í efni
Pistlar

Lóðirnar Hofsbót 1 og 3 aftur boðnar út saman

Lóðirnar Hofsbót 1 og 3 eru á þessari mynd afmarkaðar nokkurn veginn með rauðu strikunum. Hofsbót 1 nær og 3 fjær. Bygging BSO sést í gula hringnum neðst í vinstra horni myndarinnar. Ljósmynd: Þorgeir Baldursson.

Akureyrarbær hefur aftur auglýst eftir tilboðum í lóðirnar Hofsbót 1 og 3. Enginn bauð í lóðirnar síðast, en einhverjir munu hafa lýst áhuga á að bjóða í aðra lóðina af tveimur. Það hefur hins vegar ekki verið hægt því í skipulagi er gert ráð fyrir sameiginlegum bílakjallara fyrir báðar lóðir og heldur skipulagsráð sig því við að bjóða lóðirnar út saman. 

Miðað er við að á báðum lóðum verði gert ráð fyrir verslun og þjónustu á jarðhæð og íbúðum á efri hæðum. Heimilt er þó að vera með atvinnustarfsemi á annarri hæð. Þá er eins og áður sagði gert ráð fyrir sameiginlegum bílakjallara fyrir báðar lóðirnar, með inn- og útakstri frá Strandgötu. 

Hofsbót 1 er ríflega tvö þúsund fermetrar að stærð og leyfilegt byggingarmagn rúmir sex þúsund fermetrar. Hofsbót 3 er tæplega 1.600 fermetrar og leyfilegt byggingamagn rúmlega 4.400 fermetrar.

Nú er um ár síðan lóðirnar voru boðnar út fyrst og rann tilboðsfrestur út í lok júní í fyrra. Engin tilboð bárust þá. Framhald málsins hefur meðal annars áhrif á rekstur leigubílastöðvar BSO í Hofsbót 1 því þar hafa höfuðstöðvar BSO staðið með síendurnýjuðu bráðabirgðaleyfi í áratugi. Í tengslum við skipulagsvinnu vegna lóðanna var BSO tilkynnt að ef tilboð bærist í lóðina Hofsbót 1 sem bæjarráð samþykkti þyrfti BSO að fara með starfsemi sína og húsakost af svæðinu með sex mánaða fyrirvara. 

Skýringarmynd sem fylgdi greinargerð með breytingu á skipulagi svæðisins 2021, sem sýnir mögulegar byggingar á lóðum 1 og 3 við Hofsbót, það er fyrsta áfanga í uppbyggingu samkvæmt breyttu skipulagi. Á myndinni hér að neðan eru einnig komnar byggingar þar sem nú eru bílastæði milli Glerárgötu og Skipagötu. 

Ég gleymdi bestu gjöfinni... Og ljóðið endar hér.

Rakel Hinriksdóttir skrifar
23. maí 2025 | kl. 07:00

Útvarpið okkar

Kristín Aðalsteinsdóttir skrifar
23. maí 2025 | kl. 06:00

Skógarfuglinn músarrindill

Sigurður Arnarson skrifar
21. maí 2025 | kl. 09:00

Chelsea

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
19. maí 2025 | kl. 11:30

Kattaraugun

Jóhann Árelíuz skrifar
18. maí 2025 | kl. 06:00

Ofvirkir unglingar að æpa á róandi?

Stefán Þór Sæmundsson skrifar
17. maí 2025 | kl. 09:00