Fara í efni
Pistlar

Siggi póstur

EYRARPÚKINN - 46

Það má stóla á Sigga póst með kaskeitið í látúnshnappajakkanum þegar hann leiðir hjólhestinn í hlað með bréf að austan í svörtu leðurtöskunni og þiggur glas af vatni hjá mömmu.

Brosmildur maður Sigurður og tjúllast ekki þó púki leiði hjól hans afsíðis enda hlýr eins og sólin og lumar á blönduðum brjóstsykri.

Má stóla á Sigga póst eins og gulu vatnspóstana með rauða hattinn sem varða veg lítils snáða sem hleypur út og suður Eyrina eins hratt og fætur toga.

Jóhann Árelíuz er rithöfundur og skáld.

  • Siggi póstur er kafli úr Eyrarpúkanum, gáskafullu skáldverki sem gerist á Eyrinni á Akureyri um miðja síðustu öld. Bókin kom út 2003.

Sól um hádegisbil

Jóhann Árelíuz skrifar
24. ágúst 2025 | kl. 06:00

Orkuveita heilans

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
23. ágúst 2025 | kl. 11:45

Þessi þjóð er óð í gróða

Stefán Þór Sæmundsson skrifar
23. ágúst 2025 | kl. 06:00

Og Ian Rush verður að skora!

Orri Páll Ormarsson skrifar
22. ágúst 2025 | kl. 09:00

Bergfuran við Aðalstræti 44

Sigurður Arnarson skrifar
20. ágúst 2025 | kl. 23:00

Eyrarland, gamla íbúðarhúsið

Arnór Bliki Hallmundsson skrifar
19. ágúst 2025 | kl. 10:00