Fara í efni
Pistlar

Hreyfing – þegar gæði skipta meira máli en magn

HEILSA – 7

Sífellt fleiri átta sig á því að hreyfing sem byggir upp í senn liðleika, styrk og jafnvægi er ekki bara aukaatriði, heldur lykilforsenda þess að líða vel, hreyfast vel og viðhalda heilsu til lengri tíma. Þrátt fyrir það upplifa margir að líkaminn sé stífur og þreyttur og finna fyrir verkjum jafnvel þó verið sé að æfa reglulega. Þá er auðvelt að halda að lausnin sé að gera meira, en oft liggur vandinn ekki í magninu heldur í nálguninni.

Hreyfing á að vera styðjandi. Hún á að gera lífið auðveldara, ekki flóknara. Þegar hún gerir það ekki lengur vaknar spurningin hvort kominn sé tími til að endurskoða hvernig við hreyfum okkur og æfum.

Hreyfing sem einblínir fyrst og fremst á afköst eða álag nær ekki alltaf að styðja við líkamann í heild. Þegar ákveðnir vöðvar vinna stöðugt á meðan aðrir fá enga athygli, getur jafnvægið raskast. Líkaminn verður sterkur í ákveðnum mynstrum, en stífur og veikur í öðrum. Með tímanum getur það haft áhrif á hvernig við hreyfum okkur í daglegu lífi, hvernig við berum okkur, hvernig við göngum, stöndum, setjumst niður eða tökum við álagi.

Þegar við hugsum um hreyfingu út frá þörfum líkama okkar til styrks, liðleika, jafnvægis og öryggis í hreyfingu, breytist áherslan. Í stað þess að spyrja hversu mikið eða hversu hratt, verður spurningin frekar hvernig líkaminn upplifir hreyfinguna. Slík nálgun getur hjálpað fólki að byggja upp traust til eigin líkama á ný, jafnvel eftir tímabil þar sem hreyfing hefur verið tengd pressu, verkjum kröfum eða óþægindum.

Hreyfing á að styðja okkur í daglegu lífi. Þegar við finnum hvað er nóg og hvað virkar fyrir okkur, finnum jafnvægið, getur hreyfing orðið eitthvað sem við sækjum í af vilja, vegna þess að hún styrkir líkamann, eykur hreyfigetu og stuðlar að vellíðan á hverjum degi.

Guðrún Arngrímsdóttir er þjálfari og markþjálfi með diplómu í jákvæðri sálfræði ásamt því að vera önnur eigenda Sjálfsræktar heilsumiðstöðvar. Pistlar hennar og Hrafnhildar Reykjalín Vigfúsdóttur birtast annan hvern þriðjudag á akureyri.net.

Þekking

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
12. janúar 2026 | kl. 09:45

Lausnin 7/7

Stefán Þór Sæmundsson skrifar
11. janúar 2026 | kl. 06:00

Aufúsugestir í Eyrarvegi

Jóhann Árelíuz skrifar
11. janúar 2026 | kl. 06:00

Lausnin 6/7

Stefán Þór Sæmundsson skrifar
10. janúar 2026 | kl. 06:00

Sópaði Strákunum okkar út á fimm sekúndum

Orri Páll Ormarsson skrifar
09. janúar 2026 | kl. 14:00

Lausnin 5/7

Stefán Þór Sæmundsson skrifar
09. janúar 2026 | kl. 06:00