Fara í efni
Pistlar

Gróður á Íslandi fyrir ísöld

TRÉ VIKUNNAR - II

Ef og þegar loftslag kólnar svo mjög um alla jörð að jöklar þekja stór, samfelld svæði á báðum hvelum jarðarinnar, kemur ísöld. Talið er að síðasta ísöld hafi hafist fyrir um 2,6 milljón árum eða jafnvel fyrr og lokið fyrir um 10-12 þúsund árum. Á þessu langa tímabili skiptust á hlýskeið og kuldaskeið. Á hlýskeiðum gat gróður breiðst út en lét í minni pokann þegar ísar tóku aftur að breiðast út.

Vetrarmynd úr Eyjafirði. Hver vetur gefur okkar örlitla innsýn í kuldaskeið ísaldar, nema hvað jökullinn varð að sjálfsöguð þykkari en þessi föl sem við fáum núna. Ljósmynd: Sigurður Arnarson.

Áður en ísöldin gekk í garð var hér langt hlýskeið. Hvernig leit landið þá út? Hvaða tré uxu hér áður en tók að kólna og hvernig viðraði?

Þeir félagar og bræður í trjánördaskap: Helgi Þórsson og Sigurður Arnarson, eru að skoða þetta og munu birta pistla um efnið á heimasíðu Skógræktarfélags Eyfirðinga undir flipanum FRÓÐLEIKSMOLAR. Munu þessir pistlar verða hluti af #TrévikunnarSE en aðrir pistlar munu að sjálfsögðu einnig birtast eins og hingað til.

Þessi mynd er tekin í grasagarðinum Arnold Arboratum í Boston. Þar kennir margra grasa, eins og vera ber í grasagörðum. Tréð á myndinni er frá suðaustur hluta Bandaríkjanna og kallast Oxydendrum arboreum. Ef til vill litu skógar Íslands á tertíer út svipað þessu. Ljósmynd: Sigurður Arnarson

Fyrsti pistillinn í þessu þema hefur nú þegar birst en okkur þykir rétt að fjalla örlítið um jarðsöguna áður en ísöldin gekk í garð.

Elstu þekktu plöntusamfélög á Íslandi. Líkanið er byggt á steingerðum plöntuleifum; blöðum, aldinum og fræjum úr Selárdal, Botni í Súgandafirði og við Ketilseyri. Myndin fengin úr BA ritgerð Margrétar Theódóru Jónsdóttur (2009).

Tertíer

Fyrir langa löngu, eða fyrir svona 65 milljónum ára, varð einhver atburður sem leiddi til þess að risaeðlurnar dóu út. Þessi atburður markar tímamót. Þá hófst það jarðfræðitímabil sem kallað hefur verið tertíer. Um þær mundir gerðust einnig þeir atburðir sem urðu til þess að Ameríkuflekinn og Evrasíuflekinn klofnuðu hvor frá öðrum og fóru að reka í sundur. Við það myndaðist Atlandshafið. Þar sem álfurnar lágu saman er neðansjávarhryggur sem kenndur er við hafið. Á honum norðanverðum er svokallaður heitur reitur og yfir honum tók að myndast land. Í dag kallast það land Ísland. Við komum nánar að því í næsta kafla.

Heitir reitir eru taldir stafa af svokölluðum möttulstrókum sem flytja glóandi efni frá iðrum jarðar og nær yfirborðinu. Talið er að strókarnir séu um 200-300°C heitari en möttulefnið umhverfis og þess vegna eðlisléttari. Þess vegna er mikil eldvirkni þar í samanburði við landið í kring og þar rís landið hátt yfir umhverfið því vegna þess að undir þeim er tiltölulega eðlisléttur sökkull. Þetta kemur meðal annars fram í því að blágrýtisskorpan undir Íslandi er um 30 km þykk en skorpan sunnan og norðan við landið er um 6 km að þykkt. (Sigurður Steinþórsson 2003). Vegna þessara eiginleika sígur landið þegar það færist fjær heita reitnum.

Smellið hér til að lesa pistilinn í heild.

Sigurður Arnarson er í stjórn Skógræktarfélags Eyfirðinga

  • Vikulega birtist pistill um Tré vikunnar á vef Skógræktarfélags Eyfirðinga. Orðið hefur að samkomulagi að Akureyri.net birti hluta hvers pistils sama dag og hann kemur á vef félagsins í því skyni að vekja athygli á skrifunum. 

Ruslakallinn er með vasadiskó!

Orri Páll Ormarsson skrifar
12. júlí 2024 | kl. 10:10

Sögur úr Kjarna

Sigurður Arnarson skrifar
10. júlí 2024 | kl. 09:00

Dragsúgur

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
08. júlí 2024 | kl. 11:30

Hús dagsins: Lónsstofa á Skipalóni; 200 ára í ár

Arnór Bliki Hallmundsson skrifar
07. júlí 2024 | kl. 11:00

Lifandi steingervingur: Fornrauðviður

Sigurður Arnarson skrifar
03. júlí 2024 | kl. 10:10

Að temja tæknina II: Í klóm drekans

Magnús Smári Smárason skrifar
02. júlí 2024 | kl. 10:50