Strandrauðviður
TRÉ VIKUNNAR - 140
Pistill í röðinni Tré vikunnar birtist vikulega á vef Skógræktarfélags Eyfirðinga, alla miðvikudaga. Akureyri.net birtir brot úr hverjum pistli til að vekja athygli á skrifunum og hvetur fólk til að lesa meira á vefsíðu félagsins.
_ _ _
Þessi sjóferð spænskra landkönnuða var meðfram ströndum Kaliforníu í október árið 1769 og ekki er vitað um eldri, skriflegar lýsingar á trjánum sem við þeim blöstu (Wells 2010).

Það er ekkert undarlegt að Spánverjarnir hafi nefnt þessa risa palo colorado. Myndin er fengin héðan.
Methafar í náttúrunni vekja alltaf athygli. Þessa vikuna fjöllum við einn slíkan. Strandrauðviður eða Sequoia sempervirens Endl., sem er tegundin sem Spánverjarnir sáu árið 1769, myndar í dag hæsta, þekkta tré í heimi. Það er sagt vera 115 metra hátt. Sagnir eru til um enn hærri strandrauðvið á 19. öld sem höggnir voru niður. Einnig eru til sagnir af degli, Pseudotsuga menziesii, og gífurviðum Eucalyptus spp. sem felld hafa verið og voru jafnvel enn hærri. Því miður er ekki auðvelt að sannreyna slíkar sögur. Núverandi heimsmethafi standandi, þekktra trjáa er strandrauðviður með sérnafnið Hyperion.
Tré vikunnar er strandrauðviður.

Nánasta fjölskylda
Strandrauðviður, Sequoia sempervirens, er ein af þremur tegundum sem stundum er kallaður rauðviður og mynduðu áður sérstaka ætt ásamt örfáum öðrum ættkvíslum. Hún kallaðist Taxodiaceae. Nú hefur hún verið sameinuð Cupressaceae ættinni. Þessir þrír fjölskyldumeðlimir eru nokkuð áþekkir og hafa verið á jörðinni frá forsögulegum tíma. Einn af þeim vex villtur í Kína en hinir tveir í vesturhluta Norður-Ameríku. Heitið rauðviður vísar bæði í kjarnvið þessara trjáa og í litinn á berkinum. Hvoru tveggja er rauðbrúnt á litinn. Það á jafnt við um ættingjana í Klettafjöllunum og í Kína. Sama heiti er einnig notað á hinar útdauðu tegundir þótt við vitum ekkert um hvernig þær voru á litinn. Engin ástæða er þó til að ætla að þær hafi borið allt annan lit en núlifandi ættingjar.
Áður fyrr, þegar jörðin var hlýrri, voru tegundir rauðviða til muna útbreiddari en síðar varð og fundust meðal annars á Íslandi.

Horft upp í krónurnar á eldgömlum risum. Myndin er fengin héðan en hana tók Jon Parmentier.
Ekki er alltaf auðvelt að greina steingervinga til tegunda, enda tilviljunum háð hvaða hlutar trjáa varðveitast. Helst þurfa að finnast leifar stofna, greina, barrs og köngla á sama svæði til að hægt sé að fullyrða eitthvað af viti um fornar barrtrjátegundir. Samt eru vísbendingar um að til hafi verið að minnsta kosti 40 tegundir af allskonar rauðviðum á norðurhveli jarðar fyrir nokkrum milljónum ára (Spade 2024).

Myndarlegur steingervingur af útdauðum rauðvið sem kallast Sequoia affinis. Þeir eru fjölmargir á þessum slóðum. Mynd og upplýsingar: C.J. Earle en myndin birtist á The Gymnosperm Database.
Meira á vef Skógræktarfélagsins.
Sigurður Arnarson er í stjórn Skógræktarfélags Eyfirðinga.
Smellið hér til að sjá allan pistilinn
Þið kannist við jólaköttinn ...
Um nöfn og flokkunarkerfi. Seinni hluti
Hreyfing hreyfingarinnar vegna
Djúpstæð augu sviðakjammanna