Fara í efni
Pistlar

Hversdagshetjur

Hversdagshetja er skv. orðabók venjulegur maður sem sigrast á erfiðleikum sínum. Ef til vill er það táknrænt að þetta nafnorð er í kvenkyni. Táknrænt fyrir konuna sem vinnur afrek sín í kyrrþey hvers dags. Formóðirin í hungursneyðinni. Einstæða móðirin að stoppa í sokka barnsins eftir langan vinnudag. Konan bak við manninn. Vísindakonan að skrifa doktorsritgerðina á nóttunni. Tryggi sjúkraliðinn í næturvinnu á spítalanum í áratugi. Heimavinnandi rithöfundurinn án ritlauna. Alþingiskona með hugsjón og þrjú smábörn á heimilinu. Dóttirin að sinna móðurinni með Alzheimer sjúkdóm meðfram vinnu og sínum eigin vandamálum.

Auðvitað eru karlar líka hversdagshetjur en einhverra hluta vegna virðist þessi pistill ætla að fjalla meira um konur.
 
Í starfi læknisins hittir maður hversdagshetjur á hverjum degi. Ungt fólk, jafnvel börn að glíma við krabbamein. Karla og konur með geðsjúkdóma sem geta ekki aðeins dregið til dauða heldur einnig truflað getu og afkomu allt lífið. Konur í fæðingarþunglyndi. Fólk sem hefur orðið fyrir ofbeldi eða nær ekki endum saman. Unglinga þegar langt leidda í fíkn.
 
Og við segjum við hvert annað, okkur til hugarhægðar, eitthvað í þessum stíl: Lengi má manninn reyna. Það standa engin stórræði lengi. Það er ekki val um annað en að halda áfram.
 
Það kemur fyrir að einhver gefst upp, því miður. En mín reynsla er að algengara sé, þegar fólk mætir miklum vanda eða sjúkdómum, að það sýni kjark og þrautseigju og haldi í vonina. Eflist, styrkist, aðlagist og gerist hversdagshetjur. Hetjur sem oft mætti styðja betur en alltaf er hægt að dást að og hylla.
 
Ólafur Þór Ævarsson er geðlæknir

Fjalla-Bensi

Jóhann Árelíuz skrifar
30. nóvember 2025 | kl. 06:00

Hús dagsins: Aðalstræti 42

Arnór Bliki Hallmundsson skrifar
29. nóvember 2025 | kl. 06:00

Úrillt og ráðvillt trippastóð

Orri Páll Ormarsson skrifar
28. nóvember 2025 | kl. 10:00

Strandrauðviður

Sigurður Arnarson skrifar
26. nóvember 2025 | kl. 20:00

Hvalastrandið

Jóhann Árelíuz skrifar
23. nóvember 2025 | kl. 06:00

Þið kannist við jólaköttinn ...

Pétur Guðjónsson skrifar
22. nóvember 2025 | kl. 16:00