Hin einmana eik eyðimerkurinnar

TRÉ VIKUNNAR - 133
Pistill í röðinni Tré vikunnar birtist vikulega á vef Skógræktarfélags Eyfirðinga, alla miðvikudaga. Akureyri.net birtir brot úr hverjum pistli til að vekja athygli á skrifunum og hvetur fólk til að lesa meira á vefsíðu félagsins.
_ _ _
Við höfum stundum fjallað um tré sem eru sjaldgæf í heiminum. Má nefna sem dæmi pistla um tré sem telja má lifandi steingervinga og finnast aðeins villt á fáeinum stöðum.
Tréð sem við fjöllum um í dag er eitt af þessum fágætu trjám. Sumir segja að það sé aðeins til eitt eintak af tré vikunnar, en það er sennilega ofmælt - nema það sé vanmælt - því trén eru fleiri. Hér segir að tréð hafi fundist á þremur stöðum. Það er líklega nærri lagi. Þetta er blendingstegund sem á fræðimálinu kallast Quercus × munzii J.M.Tucker. Þetta „x“ í fræðiheitinu vísar til þess að um blending sé að ræða. Tréð finnst villt í miðri eyðimörk og tilvist þess hefur valdið mörgum grasafræðingum andvökunóttum. Tréð á sér ekkert viðurkennt íslenskt heiti en í þessum pistil köllum við það eyðimerkureik án þess að það sé tegundarheiti.
Þetta einmana eikartré er tré vikunnar.

Quercus × munzii vex í eyðimerkursandi eins og hér má sjá. Myndirnar sem finna má á netinu af þessari tegund eru nær allar af þessu tiltekna tré. Því er ekki að undra að sumir telji þetta tré hið eina sinnar tegundar í heiminum. Þessa mynd tók Pablo Nahuel Miraglia og birti á Facebooksíðunni Big Tree Seekers
Sigurður Arnarson er í stjórn Skógræktarfélags Eyfirðinga.
Smellið hér til að sjá allan pistilinn


Við nennum ekki þessu uppeldi

Geðheilbrigðisdagurinn 2025

Eyrarrokk – Uppáhalds helgin

Frumbyggjar Vopnafjarðar
