Fara í efni
Pistlar

Faraldsfræði Alzheimer sjúkdóms

Fræðsla til forvarna - IV

Faraldsfræðin gefur mikilvægar tölulegar upplýsingar um dánartíðni, algengi og nýgengi. Um algengi og nýgengi Alzheimer sjúkdóms er þetta að segja: Sjúkdómurinn er mjög sjaldgæfur fyrir ellilífeyrisaldur en síðan eykst áhættan hratt með aldri. Algengið er við 70 ára aldur (2-3%), 80 ára (8-10%), 85 ára (16-18%) og við 90 ára aldur (30-35%). Flest tilfellin eru því í hópi háaldraðra. Um tíma var talið að við fengjum öll Alzheimer sjúkdóm, bara ef við yrðum nógu gömul, en rannsóknir hafa sýnt að svo er ekki og margir ná mjög háum aldri án þess að fá nokkurn tímann sjúkdóminn.

Á Íslandi má búast við að algengi sjúkdómsins sé rúmlega 5% sem þýðir að um 19.000 einstaklingar séu með Alzheimer sjúkdóm í dag. Árlega má búast við að bætist við um 4.000 ný tilfelli (Nýgengi gæti verið um 11 ný tilfelli/1000 einstaklinga í samfélaginu/á ári hverju). Í eldri aldurshópunum er nýgengið hærra og má reikna með að allt að 1 af hverjum tíu sem lifa frá 85 ára aldri til 88 ára aldurs veikist á tímabilinu af heilabilun.

Þar sem við erum að eldast sem þjóð, þ.e.a.s. að fleiri og fleiri ná háum aldri, þá eykst algengi sjúkdómsins í samfélaginu með hverju árinu sem líður. Mikilvægt er að taka tillit til þessa við skipulag heilbrigðisþjónustu aldraðra.

Hin sjúklegu einkenni eru mild í fyrstu og geta verið lúmsk. Oftar en ekki eru það aðstandendur sem taka fyrst eftir einkennunum og hvernig þau fara versnandi og trufla meira og meira.

Minna má á að margir sem komnir eru fram yfir ellilífeyrisaldur finna fyrir minnisminnkun og það er alveg eðlilegt öldrunarmerki og alls ekki alltaf einkenni um Alzheimer sjúkdóm. Slík minnistruflun er þá svipuð alla daga og versnar ekki að ráði. Þegar unga fólkið finnur fyrir minnistruflun er það oft tengt þreytu, andlegu álagi og kulnun.

Vakni grunur um minnisminnkun sem truflar og er versnandi er rétt að láta meta slíkt hjá heimilislækni.

Ólafur Þór Ævarsson er geðlæknir. Alzheimer dagurinn er í þessum mánuði og Ólafur mun skrifa nokkra pistla af því tilefni.

  • Vert er að geta þess að nákvæmar faraldfræðilegar mælingar á Alzheimer sjúkdómi eru ekki til fyrir Ísland en hér hef ég gert nálganir um hvaða tölum megi búast við hérlendis út frá erlendum mælingu.

Ylfingur

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
14. október 2024 | kl. 11:30

Hús dagsins: Aðalstræti 13

Arnór Bliki Hallmundsson skrifar
13. október 2024 | kl. 20:00

Ellefu bækur í jólagjöf

Jóhann Árelíuz skrifar
13. október 2024 | kl. 06:00

Hryllilega skemmtileg hryllingsbúð

Rakel Hinriksdóttir skrifar
12. október 2024 | kl. 18:00

Kjaftagleiðir Akureyringar

Stefán Þór Sæmundsson skrifar
12. október 2024 | kl. 06:00

Eltu drauminn þinn – því draumar geta ræst

Hrund Hlöðversdóttir skrifar
11. október 2024 | kl. 06:00