Fara í efni
Pistlar

Búið að bólusetja eyjarskeggja í Grímsey

Grímseyingar bólusettir í dag. Ljósmynd: Anna María Sigvaldadóttir.

Sextán Grímseyingar voru bólusettir fyrir Covid-19 í dag með bóluefni frá Jansen og þurfa því ekki fleiri bólusetningar að sinni. Þetta kemur fram á vef Akureyrarbæjar.

Nokkrir starfsmenn Heilbrigðisstofnunar Norðurlands flugu í morgun frá Akureyri út í Grímsey og bólusettu þá eyjarskeggja sem ekki höfðu verið sprautaðir, auk þess að sinna reglubundinni læknisheimsókn. Alls eru um 40 manns í Grímsey um þessar mundir, að því er segir á vef bæjarins, en margir höfðu þegar fengið bólusetningu í landi.

„Það munar miklu fyrir íbúa að fá þessa þjónustu út í eyju því það er bæði kostnaðarsamt og tímafrekt að ferðast til Akureyrar til að fá sprautuna,“ segir á vef Akureyrarkaupstaðar.

Um þróun stafafuru

Sigurður Arnarson skrifar
24. apríl 2024 | kl. 09:15

Kanínuholan sem ekki er hægt að klípa sig frá

Rakel Hinriksdóttir skrifar
24. apríl 2024 | kl. 06:00

Heklupeysur

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
22. apríl 2024 | kl. 11:00

Fiðrildahrif

Svavar Alfreð Jónsson skrifar
21. apríl 2024 | kl. 11:00

Hvað hét kona Goebbels?

Orri Páll Ormarsson skrifar
19. apríl 2024 | kl. 06:00

Hús dagsins: Spítalavegur 9

Arnór Bliki Hallmundsson skrifar
18. apríl 2024 | kl. 08:00