Fara í efni
Pistlar

Afleit veðurspá og kirkjuvígslu frestað

Miðgarðakirkja í Grímsey sem stóð til að vígja á sunnudaginn en því hefur verið frestað þar til í ágúst. Mynd: Helgi Jónsson

Árleg sumarsólstöðuhátíð hefst í Grímsey í dag. Sumarsólstöður eru á morgun, þá er alla jafna mikið um dýrðir í eyjunni og hápunktur helgarinnar að þessu sinni átti að vera vígsla hinnar nýju Miðgarðakirkju á sunnudaginn. Von var á biskupi Íslands, Guðrúnu Karls Helgudóttur, en í dag var ákveðið að fresta athöfninni til 10. ágúst vegna þess hve slæm veðurspáin er fyrir sunnudaginn.

„Okkur þykir þetta mjög leiðinlegt, mikill fjöldi fólks er kominn hingað út í eyju til að taka þátt í vígslunni, gamlir Grímseyingar og aðrir,“ sagði Alfreð Garðarsson, formaður sóknarnefndar, við Akureyri.net í dag. Því er spáð að mjög hvasst verði á sunnudaginn, 10 til 14 metrar á sekúndu, að sögn Alfreðs. Hann segir óvíst hvort hægt verði að fljúga og einhverjir treysti sér ekki með ferjunni. „Það gæti orðið mjög vont í sjóinn. Spáin er ömurleg, það er spáð skítabrælu,“ sagði Alfreð.

Eftir því sem Akureyri.net kemst næst er vel á annað hundrað manns í Grímsey þessa stundina. „Við reynum að gera gott úr þessu. Í kvöld verður sjávarréttakvöld hjá okkur og við skemmtum okkur vonandi vel,“ sagði Alfreð Garðarsson.

Strandrauðviður

Sigurður Arnarson skrifar
26. nóvember 2025 | kl. 20:00

Hvalastrandið

Jóhann Árelíuz skrifar
23. nóvember 2025 | kl. 06:00

Þið kannist við jólaköttinn ...

Pétur Guðjónsson skrifar
22. nóvember 2025 | kl. 16:00

Um nöfn og flokkunarkerfi. Seinni hluti

Sigurður Arnarson skrifar
19. nóvember 2025 | kl. 12:00

Hreyfing hreyfingarinnar vegna

Guðrún Arngrímsdóttir skrifar
18. nóvember 2025 | kl. 06:00

Djúpstæð augu sviðakjammanna

Jóhann Árelíuz skrifar
16. nóvember 2025 | kl. 06:00