Fara í efni
Umræðan

Yngstu fækkar en mikil fjölgun í elsta hópnum

Mannfjöldi á hinum ýmsu viðburðum Akureyrarvöku í ár. Akureyringum á aldrinum 0-16 ára hefur fækkað, en þeim eldri hefur fjölgað. Myndir: Hilmar Friðjónsson.

Á meðan íbúum Akureyrarbæjar hefur fjölgað um 21% á undanförnum tveimur áratugum hefur íbúum í yngstu aldurshópunum fækkað, en fjölgað í þeim eldri, hlutfallslega langmest í hópi 68 ára og eldri. Íbúum í yngsta aldurshópnum, 0-5 ára, hefur fækkað um 10,1% og elstu íbúunum, 68 ára og eldri, fjölgað um 67,2%. Þetta er á meðal þess sem fram kom á kynningarfundum Akureyrarbæjar um skipulagsmál sem haldnir voru nýverið.

Frá 2005 til 2025 hefur fjölgun/fækkun íbúa Akureyrar í einstökum aldurshópum verið þessi:

    • Íbúafjöldi samtals
      2005: 16.568 
      2025: 20.050
      Fjölgun: 21%
    • Aldurshópur 0-5 ára
      2005: 1.499
      2025: 1.347
      Fækkun: 10,1%
    • Aldurshópur 6-15 ára
      2005: 2.683
      2025: 2.573
      Fækkun: 4,1%
    • Aldurshópur 16-25 ára
      2005: 2.376
      2025: 2.793
      Fjölgun: 17,6%
    • Aldurshópur 26-67 ára
      2005: 8.309
      2025: 10.493
      Fjölgun: 26,3%
    • Aldurshópur 68 ára og eldri
      2005: 1.701
      2025: 2.844
      Fjölgun: 67,2%

 

Gröfin hér að ofan sýna íbúaþróun og aldurssamsetningu undanfarinna tveggja áratuga á Akureyri. Skjáskot úr kynningu skipulagssviðs Akureyrarbæjar. 

Reiknað með lóðum fyrir 260 íbúðir á ári

Húsnæðisáætlun Akureyrarbæjar er endurskoðuð á hverju ári og er að hefjast vinna við endurskoðun hennar. Þar er sett fram áætlun um úthlugutn lóða fyrir næstu tíu ár til að ná fram markmiðum um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á tímabilinu. Reiknað er með úthlutun lóða fyrir allt að 260 íbúðir á ári að meðaltali og er það töluvert umfram þörf samkvæmt áætlun, að því er fram kemur í gögnum frá kynningarfundunum sem bærinn hélt á dögunum.

Stærsta uppbyggingarsvæði á Akureyri um þessar mundir er Móahverfið. Mynd: Akureyrarbær.

Við mat á þörfinni er að sjálfsögðu stuðst við mannfjöldaspá og meðal annars aldurssamsetningu íbúanna. Í mannfjöldaspá Aðalskipulags Akureyrarbæjar 2018-2030 eru settar fram þrjár tölur, lágspá upp á 0,56%, miðspá upp á 1,15% í samræmi við meðaltal síðustu tíu ára, og háspá upp á 1,36%, í samræmi við meðaltal síðustu fimm ára. Miðað við þessar spár yrði íbúðaþörf á hverju ári að meðaltali 160 íbúðir samkvæmt lágspánni, 195 eftir miðspánni og 220 miðað við háspána.

Fasteignaskattsprósenta lækkar!

Meirihlutinn í bæjarstjórn Akureyrar skrifar
13. nóvember 2025 | kl. 19:00

Tjaldsvæðisreiturinn eða Húsmæðraskólatúnið?

Benedikt Sigurðarson skrifar
13. nóvember 2025 | kl. 18:00

Álögur á heimili og fyrirtæki hafa aukist verulega á kjörtímabilinu

Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
08. nóvember 2025 | kl. 11:30

Græni dagurinn

Hlín Bolladóttir skrifar
07. nóvember 2025 | kl. 22:30

Afsakið – Kemst ekki á fundinn

Jón Hjaltason skrifar
03. nóvember 2025 | kl. 15:30