„Sofðu rótt í alla nótt“– Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra
03. nóvember 2025 | kl. 21:45
Tveir opnir kynningarfundir um skipulagsmál á Akureyri verða haldanir í menningarhúsinu Hofi í dag, sá fyrri fyrir fagaðila en sá síðari, sem hefst kl. 17.00, er fyrir hinn almenna bæjarbúa.
Á vef Akureyrarbæjar er spurt: Hvað er á döfinni í skipulagi bæjarins? Hvert stefnum við í uppbyggingu?
Og sveitarfélagið hvetur bæjarbúa til þess að mæta: Taktu þátt í umræðum um ásýnd Akureyrar! segir á vef bæjarins.
Klukkan 15.00 verður fundur fyrir fagaðila um skipulags- og lóðamál, með áherslu á uppbyggingu íbúðabyggðar. Allir fagaðilar, svo sem byggingaverktakar, fasteignasalar, mannvirkjahönnuðir og aðrir sem koma að uppbyggingu á einn eða annan hátt eru velkomnir. Skráning nauðsynleg.