Fara í efni
Umræðan

Þórarinn Ingi sækist eftir 2. sæti hjá Framsókn

Þórarinn Ingi Pétursson, bóndi á Grund í Grýtubakkahreppi, sækist eftir öðru sæti á lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir Alþingiskosningarnar í haust. Hann tilkynnti þetta á Facebook síðu sinni í morgun. Þórarinn hefur annað veifið verið á þingi sem varaþingmaður undanfarin ár og situr þar einmitt nú, þar sem Þórunn Egilsdóttir er í veikindaleyfi. 
 
„Ég hef notið þeirra gæða og hlotið þá reynslu að sitja á Alþingi undanfarin misseri. Það er dýrmæt reynsla og tækifæri til að koma áherslumálum samvinnu og félagshyggju á framfæri. Saman förum við áfram veginn,“ segir hann.
 
„Málefni bænda eru mér hugleikin en ég sat í fimm ár sem formaður sauðfjárbænda og hef tekið virkan þátt í félagsmálum bænda. Starfsumgjörð landbúnaðarins er mér hugleikin og framtíðar horfur íslensks landbúnaðar. Í landbúnaði felast ótal tækifæri til eflingar og nýsköpunar. Hagur hinna ólíku landsbyggða eru nátengd dreifðum byggðum og því þarf að efla og styrkja byggð á hverjum stað með áherslu á nýtingu þess sem landið og hafið gefur með sjálfbærum hætti. Nám óháð búsetu, samgöngur og trygg fjarskipti treysta byggðirnar. Það er forsenda byggðar að unga fólkið sjái tækifærin hvar sem þau eru. Viðspyrna samfélagsins felst í að nýta þau tækifæri sem landið hefur upp á bjóða með skynsömum hætti,“ segir Þórarinn Ingi.
 
Tvær konur gefa kost á sér í fyrsta sæti listans eins og komið hefur fram á Akureyri.net, Líneik Anna Sævarsdóttir, alþingismaður og Ingibjörg Ólöf Isaksen, bæjarfulltrúi á Akureyri.

 

Hvar á að leggja Blöndulínu 3?

Karl Ingólfsson skrifar
23. apríl 2024 | kl. 18:00

Svona er síminn hannaður til að stela athygli okkar

Skúli Bragi Geirdal skrifar
22. apríl 2024 | kl. 08:20

Hvar hvílir Jónas frá Hrafnagili?

Sunna Vilborg Jónsdóttir skrifar
21. apríl 2024 | kl. 06:00

Boðskapur frá forsetaframbjóðanda

Ásdís Rán skrifar
19. apríl 2024 | kl. 14:00

Stórkostleg upplifun

Haraldur Hauksson skrifar
14. apríl 2024 | kl. 14:30

Þjónusta þjóðkirkju við landsbyggðina

Guðrún Karls Helgudóttir skrifar
12. apríl 2024 | kl. 15:15