Fara í efni
Umræðan

Þór í einvígi við Fjölni um sæti í efstu deild!

Þórsararnir Jón Ólafur Þorsteinsson, Aðalsteinn Ernir Bergþórsson og Kristján Páll Steinsson fagna eftir sigurinn á Akureyri á föstudagskvöldið. Þeir fögnuðu aftur á Ísafirði í kvöld. Mynd: Skapti Hallgrímsson

Þórsarar sigruðu lið Harðar 24:22 í hörkuleik á Ísafirði í þriðju og síðustu viðureign liðanna í úrslitakeppni Grill 66 deildarinnar, næst efstu deildar Íslandsmótsins í handbolta. Þórsarar mæta því Fjölni í einvígi um laust sæti í efstu deild, Olís deildinni, næsta vetur.

Brynjar Hólm Grétarsson fór á kostum í Þórsliðinu í kvöld, gerði 13 mörk og var öflugur í vörn sem fyrr. Kristján Páll Steinsson markvörður var líka í ham, eins og í sigurleiknum á Akureyri á föstudagskvöldið. Hann varði 15 skot í kvöld.

Þórsarar töpuðu fyrsta leik rimmunnar á Ísafirði en unnu síðan tvo.

Þór og Fjölnir gætu þurft að mætast fimm sinnum því sigra þarf í þremur leikjum í því einvígi til að tryggja sér sæti í Olís deildinni næsta vetur.

Smellið hér til að sjá tölfræðina

Meira síðar

Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi?

Björn Snæbjörnsson og Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifa
23. október 2025 | kl. 14:00

Sýnum samstöðu, látum rödd okkar heyrast

Heiðrún Hafdal skrifar
23. október 2025 | kl. 10:00

„Í augsýn er nú frelsi …

Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir skrifar
23. október 2025 | kl. 10:00

Krónan býr sig ekki til sjálf

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
21. október 2025 | kl. 22:30

Laugaskóli í Þingeyjarsýslu 100 ára

Benedikt Sigurðarson skrifar
19. október 2025 | kl. 06:00

Hafa foreldrar skoðun á leikskólagjöldum og skráningardögum?

Sunna Hlín Jóhannesdóttir og Gunnar Már Gunnarsson skrifa
14. október 2025 | kl. 15:30