Fara í efni
Umræðan

Stúdentar HA: Hætt verði við sameiningu

Háskólinn á Akureyri. Mynd: Þorgeir Baldursson

Stúdentar við Háskólann á Akureyri (HA) vilja að fallið verði frá áformum um sameiningu skólans og Háskólans á Bifröst. Þetta kemur fram í ályktun sem samþykkt var af öllum aðildarfélögum Stúdentafélags Háskólans á Akureyri (SHA).

Ályktunin sem kynnt var í dag er svohljóðandi:

Stúdentafélag Háskólans á Akureyri ályktar, af þeim gögnum sem liggja fyrir og því umfangsmikla samtali sem átt hefur sér stað meðal félagsfólks, að Háskólinn á Akureyri og Háskólinn á Bifröst séu sterkari í sitt hvoru lagi og að möguleg sameining sé ekki til þess fallin að styrkja háskólana tvo. Þeir hópar stúdenta sem háskólarnir þjónusta, áherslur náms og kennslufyrirkomulag eru að svo miklu leiti frábrugðin að stúdentaráð Háskólans á Akureyri telur hagsmunum beggja skóla betur borgið, verði fallið frá áformum um sameiningu þeirra. Stúdentafélag Háskólans á Akureyri leggst einróma gegn sameiningu Háskólans á Akureyri og Háskólans á Bifröst.

Fyrir hönd Stúdentafélags Háskólans á Akureyri

Stúdentaráð HA

Magister, félag kennaranema

Eir, félag heilbrigðisvísindanema

Data, félag tæknifræði- og tölvunarfræðinema

Kumpáni, félag félagsvísindanema- og sálfræðinema

Stafnbúi, félag auðlindanema

Reki, félag viðskiptanema

Þemis, félag laganema

Bjartsýni á Norðurlandi

Sigurjón Þórðarson skrifar
07. október 2025 | kl. 20:00

Fáni – ekki fyrir hvern sem er

Þorleifur Ananíasson skrifar
06. október 2025 | kl. 13:00

Byggingarlist fyrir aldraða

Árni Ólafsson skrifar
30. september 2025 | kl. 17:00

Drenglyndi kvartar til Persónuverndar

Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar
30. september 2025 | kl. 10:00

Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli

Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
26. september 2025 | kl. 14:00

Lýðræðið og kirkjan

Auður Thorberg skrifar
25. september 2025 | kl. 09:30