Fara í efni
Umræðan

Steinþór Már semur áfram við KA

Mynd af vef KA í dag

Markvörðurinn Steinþór Már Auðunsson skrifaði í dag undir nýjan eins árs samning við knattspyrnudeild KA og er því samningsbundinn félaginu út keppnistímabilið 2026.

Steinþór – Stubbur, eins og KA-menn kalla hann gjarnan – hefur verið einn besti markvörður Bestu deildarinnar undanfarin ár. „Stubbur er uppalinn hjá félaginu og lék í sumar sinn 100. keppnisleik fyrir KA. Hann lék sína fyrstu meistaraflokksleiki fyrir KA sumarið 2007, þá aðeins 17 ára gamall en frá árinu 2010 lék hann með Völsung, Dalvík/Reyni, Þór og Magna. Með Magna var hann lykilleikmaður í ævintýrinu í næstefstu deild áður en hann sneri loks aftur heim í KA árið 2021,“ segir á vef KA þar sem tilkynnt er um samninginn.

„Hann hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir framgöngu sína í KA búningnum í kjölfarið en hann var meðal annars valinn besti leikmaður KA sumarið 2021 auk þess að vera valinn besti markvörður tímabilsins af sérfræðingum Pepsi Max stúkunnar og valinn í úrvalslið Morgunblaðsins,“ segir í tilkynningunni.

Rifjað er upp að Steinþór Már átti stóran þátt í því að KA varð bikarmeistari í fyrsta skipti, sumarið 2024, „en stórbrotin markvarsla hans seint í leiknum mun seint renna okkur KA mönnum úr minni en þá var staðan 1-0.“

Er þjóðernishyggja hættuleg?

Kári Liljendal Hólmgeirsson skrifar
18. nóvember 2025 | kl. 15:00

Fasteignaskattsprósenta lækkar!

Meirihlutinn í bæjarstjórn Akureyrar skrifar
13. nóvember 2025 | kl. 19:00

Tjaldsvæðisreiturinn eða Húsmæðraskólatúnið?

Benedikt Sigurðarson skrifar
13. nóvember 2025 | kl. 18:00

Álögur á heimili og fyrirtæki hafa aukist verulega á kjörtímabilinu

Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
08. nóvember 2025 | kl. 11:30

Græni dagurinn

Hlín Bolladóttir skrifar
07. nóvember 2025 | kl. 22:30