Fara í efni
Umræðan

Diego Montiel kominn til KA frá Vestra

Sænski knattspyrnumaðurinn Diego Montiel skrifaði í dag undir tveggja ára samning við KA. Montiel, sem er 30 ára miðjumaður, kemur til liðs við KA-menn frá Vestra á Ísafirði.

Montiel er Svíi sem samdi við Ísafjarðarliðið fyrir nýliðið keppnistímabil. Hann varð bikarmeistari með Vestra  og var þar í algjöru lykilhlutverki, að því er segir á vef KA. Hann lék alla leiki Vestra í sumar og gerði fimm mörk í Bestu deildinni. „Fyrir komu sína vestur lék hann með Varberg í sænsku B-deildinni en þar áður spilaði hann með Vendsyssel og Velje í Danmörku, Beerschot í Belgíu, og sænsku liðunum Örgryte, Gefle, Sirius, Dalkurd, Västerås og Brommapojkarna,“ segir á vef KA.

Montiel tók á sínum tíma þátt í tveimur leikjum með sænska U17 ára landsliðinu, annar þeirra var vináttulandsleik gegn Íslandi árið 2014, segir í tilkynningu KA-manna.

Fasteignaskattsprósenta lækkar!

Meirihlutinn í bæjarstjórn Akureyrar skrifar
13. nóvember 2025 | kl. 19:00

Tjaldsvæðisreiturinn eða Húsmæðraskólatúnið?

Benedikt Sigurðarson skrifar
13. nóvember 2025 | kl. 18:00

Álögur á heimili og fyrirtæki hafa aukist verulega á kjörtímabilinu

Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
08. nóvember 2025 | kl. 11:30

Græni dagurinn

Hlín Bolladóttir skrifar
07. nóvember 2025 | kl. 22:30

Afsakið – Kemst ekki á fundinn

Jón Hjaltason skrifar
03. nóvember 2025 | kl. 15:30