Fara í efni
Umræðan

Þór-Afturelding í kvöld – KA-konur í Mosfellsbæ

Akureyringar mæta Mosfellingum í kvöld á tvennum vígstöðvum, annars vegar karlalið Þórs í handbolta á heimavelli, hinsvegar kvennalið KA í blaki á útivelli.

Þórsarar taka á móti liði Aftureldingar í kvöld í 10. umferð Olísdeildarinnar, efstu deildar Íslandsmótsins í handbolta. Afturelding er með 14 stig á toppnum, eins og Haukar, en Þórsarar eru í 10. sætinu með sex stig, hafa unnið tvo leiki og gert tvö jafntefli.

  • Olísdeild karla í handknattleik
    Íþróttahöllin á Akureyri kl. 19
    Þór - Afturelding


Kvennalið KA í blaki á í harðri toppbaráttu við HK, bæði hafa unnið alla sína leiki, en KA er með 20 stig, einu minna en HK. KA og HK eru langefst í deildinni.

KA sækir Aftureldingu heim í kvöld, en þessi lið hafa barist um Íslandsmeistaratitilinn undanfarin ár. Afturelding er í 4. sæti deildarinnar með átta stig úr sjö leikjum.

  • Unbroken-deild kvenna í blaki
    Íþróttamiðstöðin að Varmá kl. 19
    Afturelding - KA

- - -

Kappleikir næstu daga:

  • Laugardagur kl. 15: KA/Þór - Selfoss, Olísdeild kvenna í handknattleik
  • Laugardagur kl. 16: Þór - Stjarnan b, 1. deild kvenna í körfuknattleik
  • Laugardagur kl. 16:45: SA - SR, Toppdeild karla í íshokkí
  • Laugardagur kl. 19:30: SA - SR, Toppdeild kvenna í íshokkí

Fasteignaskattsprósenta lækkar!

Meirihlutinn í bæjarstjórn Akureyrar skrifar
13. nóvember 2025 | kl. 19:00

Tjaldsvæðisreiturinn eða Húsmæðraskólatúnið?

Benedikt Sigurðarson skrifar
13. nóvember 2025 | kl. 18:00

Álögur á heimili og fyrirtæki hafa aukist verulega á kjörtímabilinu

Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
08. nóvember 2025 | kl. 11:30

Græni dagurinn

Hlín Bolladóttir skrifar
07. nóvember 2025 | kl. 22:30

Afsakið – Kemst ekki á fundinn

Jón Hjaltason skrifar
03. nóvember 2025 | kl. 15:30