Fara í efni
Umræðan

Afleit frammistaða í lokaleiknum fyrir fríið

Sylvía Bjarnadóttir reynir að komast í gegnum vörn KA/Þórs í gær. Myndir: Skapti Hallgrímsson

Selfyssingar sigruðu KA/Þór, 27:23, í KA-heimilinu í gær, í níundu umferð Olísdeildarinnar, efstu deildar Íslandsmóts kvenna í handbolta. Þetta var síðasti leikur liðanna fyrir tæplega eins mánaðar frí vegna þátttöku Íslands á heimsmeistaramóti kvenna.

Nýliðar KA/Þórs byrjuðu mjög vel í haust en nokkuð hefur gefið á bátinn upp á síðkastið en liðið er þó í fjórða sæti með níu stig, fimm stigum á eftir þremur efstu, Val, ÍR og ÍBV. 

Frammistaða KA/Þórs í gær var í stuttu máli mjög slök. Liðið byrjaði reyndar betur og hafði tveggja marka forystu, 11:9, þegar 20 mínútur voru liðnar en þá tóku gestirnir völdin og gerðu fimm næstu mörk; breyttu stöðunni í 14:11 og Selfyssingar voru þremur mörkum í hálfleik, 16:13.

Selfyssingar höfðu nokkuð þægilega forystu lungann úr seinni hálfleik en nokkrum mínútum fyrir leikslok höfðu stelpurnar í KA/Þór náð að minnka muninn niður í eitt mark. Nær komust þó ekki og í lokin var munurinn fjögur mörk.

KA/Þór var langt frá sínu besta að þessu sinni, vörnin var ekki góð, markvarslan í lágmarki og sóknarleikurinn einkenndist á of löngum köflum af ótrúlegum vandræðagangi. Þetta var aðeins annar sigurleikur Selfyssinga í vetur og liðið er í næst neðsta sæti með fjögur stig.

Mörk KA/Þórs: Susanne Denise Pettersen 6, Trude Blestrud Hakonsen 6, Anna Þyrí Halldórsdóttir 4, Lydía Gunnþórsdóttir 3 (öll úr víti), Unnur Ómarsdóttir 3, Bergrós Ásta Guðmundsdóttir 1.
Varin skot: Matea Lonac 7 – 26,9% .

Mörk Selfoss: Hulda Hrönn Bragadóttir 6, Hulda Dís Þrastardóttir 5 (4 víti), Emelía Ósk Aðalsteinsdóttir 5, Arna Kristín Einarsdóttir 3, Ída Bjarklind Magnúsdóttir 3, Mia Kristin Syverud 3, Adela Eyrún Jóhannsdóttir 1, Sylvía Bjarnadóttir 1.
Varin skot: Ágústa Tanja Jóhannsdóttir 7 – 23,3%.

 

Öll tölfræðin frá HB Statz

Staðan í deildinni

Næsti leikur KA/Þórs í deildinni er laugardaginn 13. desember gegn Haukum í Hafnarfirði og sá síðasti fyrir áramót er fimmtudagskvöldið 18. desember gegn Val í KA-heimilinu.

Fasteignaskattsprósenta lækkar!

Meirihlutinn í bæjarstjórn Akureyrar skrifar
13. nóvember 2025 | kl. 19:00

Tjaldsvæðisreiturinn eða Húsmæðraskólatúnið?

Benedikt Sigurðarson skrifar
13. nóvember 2025 | kl. 18:00

Álögur á heimili og fyrirtæki hafa aukist verulega á kjörtímabilinu

Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
08. nóvember 2025 | kl. 11:30

Græni dagurinn

Hlín Bolladóttir skrifar
07. nóvember 2025 | kl. 22:30

Afsakið – Kemst ekki á fundinn

Jón Hjaltason skrifar
03. nóvember 2025 | kl. 15:30