Fara í efni
Umræðan

Slakur 3. leikhluti varð Þórsurum dýr

Axel Arnarsson keyrir að körfunni í leik Þórsara gegn Hetti fyrr í mánuðinum. Axel var stigahæstur í liði Þórsara gegn Skallagrími í gær. Mynd: Guðjón Andri Gylfason.

Þórsarar töpuðu með 12 stiga mun fyrir Skallagrími í Borgarnesi í í 7. umferð 1. deildar karla í körfubolta í gærkvöld, 100-88. Þeir sitja nú í botnsæti deildarinnar með einn sigur, eins og Hamar og Fylkir sem eru í sætunum fyrir ofan.

Fyrri hálfleikurinn var jafn og spennandi. Þórsarar unnu fyrsta leikhlutann með þremur stigum, en heimamenn í Skallagrími svöruðu með tveggja stiga mun í öðrum leikhluta og Þór því með eins stigs forystu eftir fyrri hálfleikinn. 

Fljótlega í seinni hálfleiknum sigu heimamenn í Skallagrími fram úr og munurinn orðinn 15 stig. Á fyrstu sex mínútum seinni hálfleiksins skoruðu heimamenn 21 stig á móti þremur stigum Þórsara og unnu 3. leikhlutann 25-9. Þórsurum tókst svo reyndar að ná forskoti heimamanna niður fyrir tíu stig tvívegis í lokafjórðungnum. Axel Arnarsson minnkaði síðan muninn í sjö stig með þriggja stiga körfu þegar 44 sekúndur voru á klukkunni, en Borgnesingar svöruðu með fimm stigum og unnu að lokum 12 stiga sigur, 100-88.

Axel Arnarsson skoraði flest stig Þórsara, 34. Paco Del Aquila skoraði 21 og tók 13 fráköst og Christian Caldwell 20 stig og tók 14 fráköst.
Atkvæðamestur í liði Skallagríms var Jose Medina með 35 stig og 14 stoðsendingar.

Helstu tölur leikmanna Þórs, stig/fráköst/stoðsendingar:

  • Axel Arnarsson 24/3/3
  • Paco Del Aquila 21/13/3 - 36 framlagspunktar
  • Christian Caldwell 20/14/5
  • Smári Jónsson 6/1/10
  • Páll Nóel Hjálmarsson 6/1/0
  • Týr Óskar Pratiksson 6/0/0
  • Arngrímur Friðrik Alfreðsson 3/1/1
  • Andri Már Jóhannesson 2/0/1
  • Pétur Cariglia 0/3/1

Tölfræði leiksins.

Staðan í deildinni.

Sterk ferða­þjónusta skapar sterkara sam­félag

Ingibjörg Isaksen skrifar
21. nóvember 2025 | kl. 14:00

Þjónustufall á landsbyggðinni í skugga uppsagna ferliverkasamninga, hvað þarf til að stjórnvöld bregðist við?

Helga Björk Heiðarsdóttir og Guðjón Kristjánsson skrifa
21. nóvember 2025 | kl. 06:00

Fallorka og Orkusalan – saman í stanslausu stuði!

Rúnar Sigurpálsson og Magnús Kristjánsson skrifa
20. nóvember 2025 | kl. 12:00

Er þjóðernishyggja hættuleg?

Kári Liljendal Hólmgeirsson skrifar
18. nóvember 2025 | kl. 15:00

Fasteignaskattsprósenta lækkar!

Meirihlutinn í bæjarstjórn Akureyrar skrifar
13. nóvember 2025 | kl. 19:00

Tjaldsvæðisreiturinn eða Húsmæðraskólatúnið?

Benedikt Sigurðarson skrifar
13. nóvember 2025 | kl. 18:00