Fara í efni
Umræðan

Fimmti sigurinn og Þór í toppsætinu

Iho Lopez tók 17 fráköst í leiknum í dag. Hún er í 3.-4. sæti í deildinni yfir fjölda frákasta, með 15,4 að meðaltali í leik, en þó ekki hæst í Þórsliðinu því Chloe Wilson er með 16 fráköst að meðaltali. Mynd: Guðjón Andri Gylfason.

Kvennalið Þórs í körfubolta vann fimmta leikinn sinn á tímabilinu, 78-51, þegar liðið mætti B-liði Stjörnunnar í dag og kom sér fyrir á toppi deildarinnar, eina taplausa liðið í deildinni þegar liðin hafa ýmist spilað fimm eða sex leiki. 

Báðum liðum gekk bölvanlega að hitta á upphafsmínútunum. Sex fyrstu skot Þórs og fjögur fyrstu skot Stjörnunnar geiguðu og fyrsta karfa Þórs kom ekki fyrr en eftir tvær og hálfa mínútu. Þórsarar sigu þó fljótlega fram úr og náðu 11 stiga forskoti, sem Stjarnan minnkaði niður í sex stig fyrir lok fyrsta leikhluta. Þórsliðið jók svo forskotið jafnt og þétt úr fyrri hálfleikinn og leiddi með 21 stigi að honum loknum.

Gestirnir úr Garðabænum náðu að minnka muninn í 15 stig þegar leið á þriðja leikhlutann, en Þórsstelpurnar sigu aftur fram úr og sigldu sigrinum örugglega í höfn þrátt fyrir að þetta hafi ekki verið þeirra besti leikur í vetur. Hin danska Emilie Ravn var fjarverandi í leiknum vegna verkefnis með danska landsliðinu og voru aðeins sjö leikmenn á skýrslu hjá liðinu, en það kom þó ekki að sök, gestirnir voru átta.

Sigurinn var öruggur eins og lokatölur gefa til kynna, en Þórsliðið átti þó í nokkru basli á köflum og hefur oft spilað betur.

  • Þór - Stjarnan b (20-15) (23-7) 43-22  (17-14) (18-15) 78-51

Chloe Wilson var stigahæst Þórsara með 24 stig og tók að auki 15 fráköst. Hjörtfríður Óðinsdóttir hefur vaxið með hverjum leik og skoraði 21 stig í dag. Iho Lopez tók 17 fráköst. Sigrún Sól Brjánsdóttir skoraði 11 stig fyrir Stjörnuna.

Hjörtfríður Óðinsdóttir fer vaxandi með hverjum leiknum, skoraði 21 stig í dag. Mynd: Guðjón Andri Gylfason.

Helstu tölur Þórsliðsins, stig/fráköst/stoðsendingar:

  • Chloe Wilson 24/15/2 - 26 framlagspunktar 
  • Hjörtfríður Óðinsdóttir 21/1/0
  • Emma Karólína Snæbjarnardóttir 16/7/1 
  • Yvette Adriaans 7/13/6
  • Iho Lopez 6/17/2
  • María Sól Helgadóttir 4/1/1
  • Sigurlaug Eva Jónasdóttir 0/2/3 

Þór er á toppi 1. deildarinnar með fimm sigra í fimm leikjum, Aþena einnig með fimm sigra, en hefur tapað einum leik. 

Tölfræði leiksins.

Staðan í deildinni.

Fasteignaskattsprósenta lækkar!

Meirihlutinn í bæjarstjórn Akureyrar skrifar
13. nóvember 2025 | kl. 19:00

Tjaldsvæðisreiturinn eða Húsmæðraskólatúnið?

Benedikt Sigurðarson skrifar
13. nóvember 2025 | kl. 18:00

Álögur á heimili og fyrirtæki hafa aukist verulega á kjörtímabilinu

Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
08. nóvember 2025 | kl. 11:30

Græni dagurinn

Hlín Bolladóttir skrifar
07. nóvember 2025 | kl. 22:30

Afsakið – Kemst ekki á fundinn

Jón Hjaltason skrifar
03. nóvember 2025 | kl. 15:30