Álögur á heimili og fyrirtæki hafa aukist verulega á kjörtímabilinu
08. nóvember 2025 | kl. 11:30
Þórsarar taka á móti liði Hattar í kvöld í 6. umferð 1. deildar karla í körfuknattleik. Leikurinn fer fram í Íþróttahöllinni á Akureyri og hefst kl. 19:15.
Þórsurum hefur aðeins tekist að landa einum sigri í fyrstu fimm leikjum sínum í deildinni og sitja í 10. sætinu. Ásamt Þór hafa Hamar og KV einnig unnið einnleik, en fyrir neðan þessi lið er Fylkir á botninum án sigurs.
Þórsarar fá Héraðsbúa í heimsókn í Höllina í kvöld. Lið Hattar féll úr Bónusdeildinni síðastliðið vor og hefur byrjað tímabilið í 1. deildinni ágætlega, unnið fjóra leiki og tapað einum.
Höttur vann nauman heimasigur á Selfyssingum í síðustu umferð, 85-82, en Þórsarar voru kjöldregnir af Haukum í Hafnarfirði, 110-68.
- - -
Kappleikir næstu daga: