Evrópufótbolti og mörg lið á ferðinni
Að venju er fjölmargir íþróttakappleikir fram undan í vikunni. Evrópuleikur í Grikklandi í dag, miðvikudag, handbolti að heiman og heima á föstudag og laugardag, útileikir í körfubolta á laugardag, heimaleikir í íshokkí á laugardag og sunnudag og blakleikir að heiman á laugardag og sunnudag.
Góða skemmtun!
MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER - fótbolti
Fyrri leikur 2. flokks KA og PAOK í Evrópumóti ungmenna í knattspyrnu fór fram í Boganum fyrir tveimur vikum eftir að snjókoma setti strik í reikninginn og ekki var leikfært á KA-svæðinu, Greifavellinum.
Í dag er komið að seinni leik liðanna, sem fram fer í Grikklandi. Grikkirnir unnu fyrri leikinn 2-0.
- UEFA Youth League í knattspynru
Íþróttaleikvangurinn í Serres í Grikklandi kl. 15:30
PAOK - KA
FÖSTUDAGUR 7. NÓVEMBER - handbolti
Keppni í Olísdeild karla hefst að nýju í vikunni eftir hlé vegna landsleikja. Þórsarar sækja Hauka heim að Ásvöllum. Haukar eru í 2. sæti deildarinnar með 12 stig úr átta leikjum, en Þórsarar í 10. sætinu með sex stig.
- Olísdeild karla í handknattleik
Ásvellir í Hafnarfirði kl. 18:30
Haukar - Þór
- - -
KA hefur sömuleiðis leik að nýju á föstudag eftir landsleikjahléið. KA á heimaleik gegn Stjörnunni. KA er í 3. sæti deildarinnar með tíu stig úr átta leikjum, en Stjarnan í 8. sæti með sjö stig.
- Olísdeild karla í handknattleik
KA-heimilið kl. 19
KA - Stjarnan
LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER - handbolti, blak, íshokkí, körfubolti
KA/Þór er í 4. sæti Olísdeildarinnar með níu stig að loknum sjö umferðum. Um komandi helgi er komið að heimsókn til Vestmannaeyja, en ÍBV er í 2. sæti deildarinnar með stigi meira en KA/Þór. ÍBV vann Fram á útivelli í 7. umferðinni, en daginn áður hafði KA/Þór náð jafntefli gegn Stjörnunni í Garðabæ eftir að hafa lent sjö mörkum undir.
- Olísdeild kvenna í handknattleik
Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja kl. 14
ÍBV - KA/Þór
- - -
Karlalið KA í blaki náði toppsæti Unbroken-deildarinnar með 3-0 sigri á neðsta liði deildarinnar, HK, á heimavelli á sunnudag. KA er með 18 stig úr sjö leikjum, en Hamar með stigi minna. Á laugardag er komið að útileik gegn Þrótti R. sem er í 3. sæti deildarinnar með 14 stig úr sex leikjum.
- Unbroken-deild karla í blaki
Laugardalshöllin kl. 16
Þróttur R. - KA
- - -
Eftir tvær strembnar helgar með heimsókn til Vilnius í Litháen og þriggja leikja helgi í Continental Cup og svo strax tveggja leikja helgi hér heima fengu SA Víkingar frí frá keppni um liðna helgi. En nú tekur alvaran við aftur og komið að heimaleik gegn Fjölni á laugardag.
SA hefur unnið tvo fyrstu leiki sína í A-hluta Toppdeildarinnar, en Fjölnir hefur nú þegar tapað fyrstu þremur leikjum sínum.
- Toppdeild karla í íshokkí
Skautahöllin á Akureyri kl. 16:45
SA - Fjölnir
- - -
Kvennalið Þórs í körfubolta hefur farið vel af stað í 1. deildinni í haust og unnið fyrstu þrjá leiki sína með afgerandi mun, fyrst B-lið Njarðvíkur á heimavelli, síðan Aþenu á útivelli og svo Fjölni á heimavelli um liðna helgi. Um komandi helgi er komið að heimsókn í Breiðholtið þar sem Þórsliðið mætir ÍR-ingum. ÍR er í 8. sæti deildarinnar, hefur unnið einn af fyrstu þremur leikjum sínum.
- 1. deild kvenna í körfuknattleik
Skógarsel í Breiðholti kl. 18
ÍR - Þór
- - -
KA er ásamt HK með 18 stig í toppsætum Unbroken-deildar kvenna í blaki og nokkuð langt í næstu lið. Liðin í deildinni hafa þó spilað mismarga leiki og staðan segir því ekki alveg alla söguna. KA hefur unnið alla leiki sína til þessa og aðeins tapað tveimur hrinum, er með 18 stig eins og HK sem einnig hefur unnið fyrstu sex leiki sína, en aðeins tapað einni hrinu til þessa.
KA sækir sameiginlegt lið Þróttar úr Reykjavík og Blakfélags Hafnarfjarðar heim í næsta leik, en Þróttur/BH eru í 3. sæti deildarinnar með sjö stig úr sex leikjum.
- Unbroken-deild kvenna í blaki
Laugardalshöllin kl. 18:30
Þróttur R./Blakfélag Hafnarfjarðar - KA
- - -
Þórsarar unnu sinn fyrsta sigur í 1. deild karla í körfuknattleik í 4. umferðinni síðastliðinn föstudag. Verkefnið verður líklega erfiðara í næsta leik því þeir sækja Hauka heim að Ásvöllum. Haukar féllu úr úrvalsdeildinni í vor og hafa unnið fjóra fyrstu leiki sína í deildinni í haust, virðast stefna hraðbyri upp aftur.
Haukar hafa unnið Fjölni, Hamar, Fylki og Selfoss. Þórsarar hafa unnið KV, en tapað fyrir Sindra, Breiðabliki og Snæfelli.
- 1. deild karla í körfuknattleik
Ásvellir í Hafnarfirði kl. 19:15
Haukar - Þór
SUNNUDAGUR 9. NÓVEMBER - blak, íshokkí
KA og Þróttur mætast tvisvar í Laugardalnum um helgina, fyrst á laugardag og svo aftur á sunnudag.
- Unbroken-deild karla í blaki
Laugardalshöllin kl. 15
Þróttur R. - KA
- - -
Kvennalið Skautafélags Akureyrar hefur unnið fyrstu fjóra leiki sína í Toppdeildinni. Á laugardag tekur SA á móti Fjölni, en öfugt við SA hefur Fjölnir tapað fyrstu fjórum leikjum sínum á leiktíðinni. Þessi lið hafa mæst tvisvar í haust. Fyrst vann SA 5-0 á útivelli og svo 6-1 á heimavelli.
- Toppdeild kvenna í íshokkí
Skautahöllin á Akureyri kl. 18:45
SA - Fjölnir
- - -
Lesendur eru hvattir til að minna á íþróttaviðburði hvers kyns sem fram undan eru í meistaraflokkum, sérstaklega ef eitthvað verður út undan og gleymist í þessari vikulegu yfirferð í vikubyrjun hér á akureyri.net - sendið tölvupóst í haraldur@akureyri.net ef koma þarf slíkum upplýsingum á framfæri.
Afsakið – Kemst ekki á fundinn
Varaflugvallagjaldið og flugöryggi
Hefðum ekki fært út efnahagslögsöguna
Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi?