Fara í efni
Umræðan

Höttur stakk Þór af í fjórða leikhluta

Christian Caldwell var að venju stigahæstur Þórsara í gærkvöl, skoraði 26 stig. Paco Del Aquilla skoraði lítið, en tók níu fráköst og átti sjö stoðsendingar. Myndin er úr leik Þórs og KV fyrr í haust. Mynd: Guðjón Andri Gylfason.

Þórsarar töpuðu fyrir Hetti í 1. deild karla í körfuknattleik í gærkvöld, 75-102. Eftir þrjá nokkuð jafna leikhluta stungu gestirnir af, ekki til Egilsstaða heldur á stigatöflunni, og unnu lokafjórðunginn með 22ja stiga mun. 

Þórsarar voru sneggri í gang í upphafi og náðu níu stiga forystu sem gestirnir minnkuðu í fimm stig fyrir lok leikhlutans. Þórsarar leiddu áfram þar til tæpar fjórar mínútur voru eftir af fyrri hálfleiknum, en þá komst Höttur í fyrsta skipti yfir, 35-36, og gestirnir leiddu með þriggja stiga mun þegar liðin gengu til búningsklefa, 44-47.

Um miðjan þriðja leikhluta var forysta Hattar orðin tíu stig og þrátt fyrir góða spretti Þórsara héldu gestirnir forystunni og leiddu með sex stigum fyrir lokafjórðunginn. Þórsarar náðu að minnka muninn í fjögur stig í byrjun fjórða leikhlutans, en þá svöruðu gestirnir með 11 stigum í röð og héldu svo áfram að auka muninn smátt og smátt út leikinn á meðan ekkert gekk upp hjá Þórsurum. 

Þegar upp var staðið munaði mestu um þriggja stiga skotin, Hattarmenn hittu úr 18 af 30 þriggja stiga skotum, en Þórsarar út tíu af 32. 

  • Þór - Höttur (25-20) (19-27) 44-47 (18-21) (13-35) 75-103 

Christian Caldwell var langstigahæstur í Þórsliðinu með 26 stig og sá eini í liðinu sem fór í tveggja stafa tölu. Hjá Hetti skoraði fyrirliðinn Adam Eiður Ásgeirsson 25 stig og Sean Mccarthy 22 stig.

Helstu tölur Þórsliðsins, stig/fráköst/stoðsendingar:

  • Christian Caldwell 26/8/3 - 20 framlagspunktar.
  • Pétur Cariglia 9/4/2
  • Smári Jónsson 9/4/1
  • Páll Nóel Hjálmarsson 9/3/0
  • Andri Már Jóhannesson 5/3/0
  • Axel Arnarsson 5/1/1
  • Finnbogi Páll Benónýsson 5/1/1
  • Paco Del Aquilla 2/9/7
  • Týr Óskar Pratiksson 2/0/1

Tölfræði leiksins.

Staðan í deildinni.

Þórsarar eru því áfram skammt frá botnsætinu með einn sigur í fyrstu sex umferðunum, en aðrir leikir umferðarinnar fara fram í kvöld og því ekki ljóst hver röðin verður að lokinni 6. umferðinni. 

Fasteignaskattsprósenta lækkar!

Meirihlutinn í bæjarstjórn Akureyrar skrifar
13. nóvember 2025 | kl. 19:00

Tjaldsvæðisreiturinn eða Húsmæðraskólatúnið?

Benedikt Sigurðarson skrifar
13. nóvember 2025 | kl. 18:00

Álögur á heimili og fyrirtæki hafa aukist verulega á kjörtímabilinu

Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
08. nóvember 2025 | kl. 11:30

Græni dagurinn

Hlín Bolladóttir skrifar
07. nóvember 2025 | kl. 22:30

Afsakið – Kemst ekki á fundinn

Jón Hjaltason skrifar
03. nóvember 2025 | kl. 15:30