Fara í efni
Umræðan

Skipulagsdeildin með opið hús á morgun

Hugmynd að útliti Gleráreyra 2-10.

Skipulagsdeild Akureyrarbæjar býður bæjarbúum að kynna sér tvær skipulagstillögur sem liggja frammi til kynningar á opnu húsi á morgun, fimmtudag, kl. 15-18 í Ráðhúsi Akureyrar. Starfsfólk þjónustu- og skipulagssviðs verður til aðstoðar og veitir upplýsingar. Mögulegt verður að koma á framfæri athugasemdum og ábendingum á staðnum. 

Akureyri.net hefur fjallað um báðar þessar skipulagstillögur, en önnur þeirra er um breytingu á aðalskipulagi og deiliskipulagi fyrir Gleráreyrar 2-10 vegna áforma um að byggja þar fimm íbúðablokkir. Tillögurnar gera ráð fyrir að svæði VÞ6 í skipulagi og nyrsti hluti ÍB4 verði sameinuð og svæðið endurskilgreint sem miðsvæði, Gleráreyrum 10 bætt við og leyfilegt heildarmagn íbuða hækkað í 100-150 íbúðir. 


Hugmynd að útliti Gleráreyra 2-10. 

Hin tillagan tekur til stækkunar íbúðabyggðar að Naustum III, lóð minjasafns, vegna áforma um að útbúa þar sjö einbýlishúsalóðir, tvær parhúsalóðir og fimm raðhúsallóðir á svæði sem í dag er skipulagt sem svæði fyrir Minjasafnið. Akureyri.net hefur einnig fjallað um þessi áform - sjá hér.


Drög að skipulagi á reit Nausta III.

Hin gáttin

Þórhallur Jónsson skrifar
16. september 2025 | kl. 15:00

Samgöngufélagið Þjóðbraut

Jens Garðar Helgason skrifar
16. september 2025 | kl. 11:20

Stöndum með Háskólanum á Akureyri

Jón Bjarnason skrifar
15. september 2025 | kl. 22:00

Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn

Heimir Örn Árnason skrifar
13. september 2025 | kl. 12:00

Reynslunni ríkari eftir fjár­hags­leg á­föll síðustu ára

Njáll Trausti Friðbertsson skrifar
09. september 2025 | kl. 08:00

Börnin í Móahverfi sem munu þurfa skutl um allan bæ

Páll Pálsson skrifar
02. september 2025 | kl. 16:30