Fara í efni
Umræðan

Sjálfstæðisflokkur með mest fylgi í NA

Sjálfstæðisflokkurinn mælist með mest fylgi í Norðausturkjördæmi, 23%, skv. nýrri könnun Rannsóknamiðstöðvar Háskólans á Akureyri, vegna alþingiskosninganna 25. september. Flokkurinn fengi þrjá menn kjörna yrði þetta niðurstaða kosninganna.

Niðurstaða könnunarinnar er sem hér segir:

  • Sjálfstæðisflokkur 23,0% – 3 þingmenn
  • Framsóknarflokkur 18,2% – 2 þingmenn
  • Vinstri hreyfingin – grænt framboð 14,2% – 1 þingmaður
  • Samfylkingin 10,9% – 1 þingmaður 
  • Miðflokkur 9,7% – 1 þingmaður
  • Píratar 7,9% – 1 þingmaður
  • Sósíalistaflokkur Íslands 7,1%
  • Viðreisn 4,6%
  • Flokkur fólksins 3,9%
  • Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn 0,4%

Um er að ræða netkönnun meðal fólks í álitsgjafahópi RHA í Norðausturkjördæmi.

1354 svöruðu könnuninni. Gögnin voru vigtuð eftir búsetu og aldri til þess að endurspegla betur lýðfræðina í síðustu kosningum. Eftir vigtun eru svörin 1268.

Nánar verður greint frá niðurstöðum könnunarinnar eftir helgi, eftir því sem Akureyri.net kemst næst.

 

Ef við getum ekki lækkað fasteignaskatt, þá eigum við að hagræða

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
03. júlí 2025 | kl. 14:00

Verulegt rými til framfara

Árni Guðmundsson skrifar
02. júlí 2025 | kl. 11:00

Látið hjarta Akureyrar í friði

Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
01. júlí 2025 | kl. 06:00

Fiskeldi og samfélagsábyrgð

Eyjólfur Ármannsson skrifar
30. júní 2025 | kl. 09:45

Hver borgar brúsann?

Ingibjörg Isaksen skrifar
28. júní 2025 | kl. 12:00

Börn eiga skilið að alast upp í friði – þrátt fyrir breyttar aðstæður

Halldóra K. Hauksdóttir skrifar
25. júní 2025 | kl. 16:30