Fara í efni
Umræðan

Sigmundur Davíð áfram í Norðausturkjördæmi

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, verður aftur í framboði í Norðausturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar í haust. Hann staðfesti það í Kastljósi á RÚV í kvöld.

„Ég verð í mínu kjördæmi, kjördæminu sem fann mig upp sem stjórnmálamann og tók mér svo vel og mér þykir svo vænt um,“ sagði Sigmundur Davíð. Spurður hvenær framboðslistum flokksins yrði stillt upp og þeir kynntir sagði hann því stýrt í hverju kjördæmi, en „ég á frekar von á því að menn muni vilja klára þetta þegar sér til lands í þinginu; einbeiti sér að þessum lokaslag í þinginu og hugi svo að framboðsmálum í framhaldinu.“

Sigmundur Davíð var þingmaður Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður 2009 til 2013 og í Norðausturkjördæmi 2013 til 2017, en hefur setið á þingi fyrir Miðflokkinn frá kosningunum 2017. Hann var forsætisráðherra 2013 til 2017 og dómsmálaráðherra 2014.

Afsakið – Kemst ekki á fundinn

Jón Hjaltason skrifar
03. nóvember 2025 | kl. 15:30

Varaflugvallagjaldið og flugöryggi

Njáll Trausti Friðbertsson skrifar
01. nóvember 2025 | kl. 15:30

Hefðum ekki fært út efnahagslögsöguna

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
31. október 2025 | kl. 09:00

Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi?

Björn Snæbjörnsson og Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifa
23. október 2025 | kl. 14:00

Sýnum samstöðu, látum rödd okkar heyrast

Heiðrún Hafdal skrifar
23. október 2025 | kl. 10:00