Fara í efni
Umræðan

Sigmundur Davíð áfram í Norðausturkjördæmi

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, verður aftur í framboði í Norðausturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar í haust. Hann staðfesti það í Kastljósi á RÚV í kvöld.

„Ég verð í mínu kjördæmi, kjördæminu sem fann mig upp sem stjórnmálamann og tók mér svo vel og mér þykir svo vænt um,“ sagði Sigmundur Davíð. Spurður hvenær framboðslistum flokksins yrði stillt upp og þeir kynntir sagði hann því stýrt í hverju kjördæmi, en „ég á frekar von á því að menn muni vilja klára þetta þegar sér til lands í þinginu; einbeiti sér að þessum lokaslag í þinginu og hugi svo að framboðsmálum í framhaldinu.“

Sigmundur Davíð var þingmaður Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður 2009 til 2013 og í Norðausturkjördæmi 2013 til 2017, en hefur setið á þingi fyrir Miðflokkinn frá kosningunum 2017. Hann var forsætisráðherra 2013 til 2017 og dómsmálaráðherra 2014.

Hugleiðingar um skólamál á Akureyri og spurningar til Sjálfstæðisflokksins

Inga Huld Sigurðardóttir skrifar
18. september 2025 | kl. 08:30

Hin gáttin

Þórhallur Jónsson skrifar
16. september 2025 | kl. 15:00

Samgöngufélagið Þjóðbraut

Jens Garðar Helgason skrifar
16. september 2025 | kl. 11:20

Stöndum með Háskólanum á Akureyri

Jón Bjarnason skrifar
15. september 2025 | kl. 22:00

Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn

Heimir Örn Árnason skrifar
13. september 2025 | kl. 12:00

Reynslunni ríkari eftir fjár­hags­leg á­föll síðustu ára

Njáll Trausti Friðbertsson skrifar
09. september 2025 | kl. 08:00