Fara í efni
Umræðan

Sigmundur Davíð áfram í Norðausturkjördæmi

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, verður aftur í framboði í Norðausturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar í haust. Hann staðfesti það í Kastljósi á RÚV í kvöld.

„Ég verð í mínu kjördæmi, kjördæminu sem fann mig upp sem stjórnmálamann og tók mér svo vel og mér þykir svo vænt um,“ sagði Sigmundur Davíð. Spurður hvenær framboðslistum flokksins yrði stillt upp og þeir kynntir sagði hann því stýrt í hverju kjördæmi, en „ég á frekar von á því að menn muni vilja klára þetta þegar sér til lands í þinginu; einbeiti sér að þessum lokaslag í þinginu og hugi svo að framboðsmálum í framhaldinu.“

Sigmundur Davíð var þingmaður Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður 2009 til 2013 og í Norðausturkjördæmi 2013 til 2017, en hefur setið á þingi fyrir Miðflokkinn frá kosningunum 2017. Hann var forsætisráðherra 2013 til 2017 og dómsmálaráðherra 2014.

Mikilvægara en veiðigjöldin

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
09. júlí 2025 | kl. 15:00

Að klára verkefnin – hvað er í gangi á Ásnum ?

Jón Stefán Jónsson skrifar
07. júlí 2025 | kl. 08:50

Ef við getum ekki lækkað fasteignaskatt, þá eigum við að hagræða

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
03. júlí 2025 | kl. 14:00

Verulegt rými til framfara

Árni Guðmundsson skrifar
02. júlí 2025 | kl. 11:00

Látið hjarta Akureyrar í friði

Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
01. júlí 2025 | kl. 06:00

Fiskeldi og samfélagsábyrgð

Eyjólfur Ármannsson skrifar
30. júní 2025 | kl. 09:45