Fara í efni
Umræðan

Peningarnir búnir og vinnu hætt í bili

Miðgarðakirkja þegar því var fagnað að byggingin var fokheld í september á síðasta ári. Ljósmynd: María Helena Tryggvadóttir

Framkvæmdir við byggingu nýrrar Miðgarðakirkju í Grímsey hafa verið stöðvaðar vegna fjárskorts. Þetta kemur fram á vef RÚV.

Miðgarðakirkja brann til kaldra kola í september 2021. Fljótlega var ákveðið að ráðist yrði í byggingu nýrrar kirkju, en fé sem til var í framkvæmdina nú uppurið; tryggingafé, framlag ríkisstjórnarinnar og þeir fjármunir sem söfnuðust meðal almennings.

„Peningarnir eru búnir, sem við fengum í þetta. Bæði náttúrulega tryggingarféð og það sem var til og svo vorum við búnir að fá mikla og góða styrki alls staðar að úr heiminum eiginlega. En þeir peningar eru hreinlega búnir þannig að verkið er stopp í augnablikinu. Við erum að bíða hvort við getum safnað meiri pening því við viljum ekki fara að setja kirkjuna í stórar skuldir,“ segir Svafar Gylfason, íbúi og sóknarnefndarmeðlimur í Grímsey í samtali við RÚV.

Smellið hér til að sjá frétt RÚV

Mikilvægara en veiðigjöldin

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
09. júlí 2025 | kl. 15:00

Að klára verkefnin – hvað er í gangi á Ásnum ?

Jón Stefán Jónsson skrifar
07. júlí 2025 | kl. 08:50

Ef við getum ekki lækkað fasteignaskatt, þá eigum við að hagræða

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
03. júlí 2025 | kl. 14:00

Verulegt rými til framfara

Árni Guðmundsson skrifar
02. júlí 2025 | kl. 11:00

Látið hjarta Akureyrar í friði

Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
01. júlí 2025 | kl. 06:00

Fiskeldi og samfélagsábyrgð

Eyjólfur Ármannsson skrifar
30. júní 2025 | kl. 09:45