Fara í efni
Umræðan

Miðgarðakirkja í Grímsey vígð í dag

Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, vígir Miðgarðakirkju í Grímsey í dag.
Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, vígði nýja Miðgarðakirkju í Grímsey við hátíðlega athöfn í dag. Miðgarðakirkja hin eldri brann til kaldra kola fyrir tæplega fjórum árum, í september árið 2021.
 
Með biskup þjónuðu þau Gísli Gunnarsson, vígslubiskup á Hólum, Solveig Lára Guðmundsdóttir, fyrrverandi vígslubiskup, Oddur Bjarni Þorkelsson, sóknarprestur Miðgarðasóknar, Eiríkur Jóhannsson, prestur við Hallgrímskirkju í Reykjavík, Magnús G. Gunnarsson héraðsprestur, Svavar Alfreð Jónsson, sjúkrahúsprestur á Akureyri og settur prófastur, og Pálmi Matthíasson. Þrír þeir síðarnefndu eru allir fyrrverandi sóknarprestar í Miðgarðasókn í Grímsey.
 
Kór Möðruvallaklausturskirkju söng við athöfnina. Stjórnandi kórsins er Sigrún Magna Þórsteinsdóttir sem spilaði líka undir og undirleikari var einnig Þórður Sigurðarson organisti á Dalvík. 
 
Framkvæmdin var mikið samstarfsverkefni. Mikið fé safnaðist fyrir tilstilli velgjörðafólks Miðgarðakirkju og sóknarinnar. Einnig komu aðrar kirkjur og sóknir að verkefninu og gaf Hallgrímskirkja í Reykjavík Grímseyingum m.a. kirkjuklukkur í nýja Miðgarðakirkju. Var kirkjuklukkum Hallgrímskirkju í Reykjavík hringt á sama tíma og vígsluathöfn hófst í Grímsey í dag.
 

Við Miðgarðakirkju í dag, frá vinstri: Eiríkur Jóhannsson, prestur við Hallgrímskirkju í Reykjavík, Gísli Gunnarsson, vígslubiskup á Hólum, Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, Solveig Lára Guðmundsdóttir, fyrrverandi vígslubiskup, Magnús G. Gunnarsson héraðsprestur og fv. sóknarprestur í Grímsey, Pálmi Matthíasson, fv. sóknarprestur í Grímsey, Oddur Bjarni Þorkelsson, sóknarprestur Miðgarðasóknar og Svavar Alfreð Jónsson, sjúkrahúsprestur á Akureyri og vf. sóknarprestur í Grímsey.

Ný sókn í mennta­málum – tæki­færi eða hliðar­skref?

Ingibjörg Isaksen skrifar
28. ágúst 2025 | kl. 14:15

Sveitarstjórnarpólitík: Hvað þarf að laga, og hvernig?

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
28. ágúst 2025 | kl. 12:00

Brautin rudd fyrir nýtingu glatvarma

Ottó Elíasson og Ásthildur Sturludóttir skrifa
25. ágúst 2025 | kl. 10:10

Meira fyrir minna

Sigurjón Þórðarson skrifar
14. ágúst 2025 | kl. 14:00

Kveikjum á kerti fremur en að kvarta yfir myrkrinu

Rúnar Sigþórsson skrifar
07. ágúst 2025 | kl. 11:00

Væri ekki hlaupið út aftur

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
05. ágúst 2025 | kl. 19:00