Fara í efni
Umræðan

Mögnuð myndskeið: Síld og hvalir við Grímsey

Mokveiði hefur verið við Grímsey undanfarið, eins og fram kom á vef Akureyrarbæjar í dag og Akureyri.net greindi frá fyrr í kvöld. Á vef bæjarins kom einnig fram að síld hafi verið í vöðum nærri Grímsey og stórhveli elt hana nánast upp í landsteina.

Akureyri.net birtir hér, með góðfúslegu leyfi, stórbrotin myndbönd Einars Guðmann og Gyðu Henningsdóttur sem þau tók við Grímsey.

„Það var mikið sjónarspil að fylgjast með síld og hvölum dansa allt í kringum Grímsey í gær,“ skrifaði Einar þegar hann birti fyrr myndbandið fyrir nokkrum dögum. „Hnúfubakar, hnísur, hrefnur, og höfrungar virtust agnarsmáir í samanburði við síldarbreiðurnar sem náðu enda á milli í Grímsey. Sérstaklega þótti mér sjónarhorn drónans sýna vel hraðann á síldinni sem forðaði sér undan hnúfubökunum.“
 
Einar bætti við: „Sjómenn segja mér að dýptarmælar sýni að síldin sé ekki bara í yfirborðinu, heldur nái víða frá botni upp á yfirborðið. Magnið hlýtur að spanna þúsundir tonna. Það er svo sannarlega líflegt við Grímsey þessa dagana.“

 

SMELLIÐ Á MYNDINA TIL AÐ HORFA Á MYNDBANDIÐ

Í gær birti Einar svo annað myndband, ekki síður áhugavert.

„Það er bara ein leið til að komast að því hvað hvalirnir og höfrungarnir eru að éta. Ég skrapp á kayak með myndavél og dýfði henni undir yfirborðið. Á meðan flaug Gyða drónanum til að skoða þetta úr lofti,“ skrifaði hann þá.

SMELLIÐ Á MYNDINA TIL AÐ SJÁ SEINNA MYNDBANDIÐ

Hafa foreldrar skoðun á leikskólagjöldum og skráningardögum?

Sunna Hlín Jóhannesdóttir og Gunnar Már Gunnarsson skrifa
14. október 2025 | kl. 15:30

Bjartsýni á Norðurlandi

Sigurjón Þórðarson skrifar
07. október 2025 | kl. 20:00

Fáni – ekki fyrir hvern sem er

Þorleifur Ananíasson skrifar
06. október 2025 | kl. 13:00

Byggingarlist fyrir aldraða

Árni Ólafsson skrifar
30. september 2025 | kl. 17:00

Drenglyndi kvartar til Persónuverndar

Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar
30. september 2025 | kl. 10:00

Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli

Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
26. september 2025 | kl. 14:00