Fara í efni
Umræðan

Mokveiði við Grímsey síðan í byrjun maí

Jóhannes Henningsson, til vinstri, og Friðþjófur Jónsson frá Ólafsfirði, kampakátir á kajanum í Grímsey fyrr í dag. Mynd af vef Akureyrarbæjar.

Mokveiði hefur verið hjá strandveiðibátum við Grímsey frá því veiðarnar hófust í byrjun maí. Uppistaða aflans er vænn þorskur, mest 5-8 kg, en einnig veiðist talsvert af ufsa. Síld er í vöðum nærri eyjunni og stórhveli elta hana nást upp í landsteina. 

„Elstu menn muna ekki annað eins,“ segir Jóhannes Henningsson útgerðarmaður og íbúi í Grímsey á vef Akureyrarbæjar í dag. „Hér er hvert pláss í höfninni fullskipað og menn bíða í röðum eftir löndunarplássi,“ segir hann.

Aflinn er ísaður og seldur á fiskmarkaði Grímseyjar en síðan fluttur til lands. Þessi umsvif hafa mikið að segja fyrir eyjuna og lífið þar, segir á vef bæjarins. Þar kemur fram að flest gistipláss séu fullnýtt og mikið að gera á veitingastöðum í Grímsey. „Hér hafa verið 24-33 landanir á dag en áður voru þær mest 24 á dag,“ segir Steinn Karlsson hafnarvörður í Grímsey.

Veitt hefur verið allt í kringum Grímsey og fyrir kom að menn fylltu báta sína á um tveimur klukkutímum. Á vef bæjarins segir að sjómenn bíði spenntir eftir því hvað ákveðið verði með strandveiðar; frumvarpi um strandveiðar var frestað til næsta þingvetrar, á lokasprettinum áður en alþingismenn fóru í sumarfrí í vikunni. Smábátasjómenn vonuðust til þess að bætt yrði við kvótann en síðdegis í dag kom í ljós að það yrði ekki gert og strandveiðum er því lokið í sumar.

Hafa foreldrar skoðun á leikskólagjöldum og skráningardögum?

Sunna Hlín Jóhannesdóttir og Gunnar Már Gunnarsson skrifa
14. október 2025 | kl. 15:30

Bjartsýni á Norðurlandi

Sigurjón Þórðarson skrifar
07. október 2025 | kl. 20:00

Fáni – ekki fyrir hvern sem er

Þorleifur Ananíasson skrifar
06. október 2025 | kl. 13:00

Byggingarlist fyrir aldraða

Árni Ólafsson skrifar
30. september 2025 | kl. 17:00

Drenglyndi kvartar til Persónuverndar

Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar
30. september 2025 | kl. 10:00

Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli

Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
26. september 2025 | kl. 14:00