Látið hjarta Akureyrar í friði
01. júlí 2025 | kl. 06:00
Til stóð að vígja Miðgarðakirkju í Grímsey í dag, sunnudag, von var á biskupi Íslands af því tilefni en upp úr hádegi á föstudag var athöfninni frestað vegna slæmrar veðurspár. Eyjarskeggjar tóku hins vegar forskot á sæluna í gærkvöld, laugardagskvöld, og héldu samkomu í kirkjunni.
Sigrún Þorláksdóttir kveikir á kertum við altarið áður en athöfnin hófst í Miðgarðakirkju. Séra Pálmi Matthíasson við hlið hennar.
Alfreð Garðarsson formaður sóknarnefndar Miðgarðakirkju og séra Pálmi Matthíasson, fyrrverandi sóknarprestur Grímseyinga, í kirkjunni í gærkvöld.
Miðgarðakirkja í Grímsey sem risin er á grunni þeirrar gömlu sem brann til kaldra kola í september 2021.