Fara í efni
Umræðan

Grímsey: Ekki siglt með farþega í nokkrar vikur

Mynd af vef Akureyrarbæjar

Grímseyjarferjan Sæfari fer í slipp að morgni 6. október, og gert er ráð fyrir að hún verði þar út mánuðinn. Á meðan Sæfari er í slipp verða engar farþegasiglingar milli Dalvíkur og Grímseyjar en Þorleifur EA 88 mun sigla með farm sömu daga og ferjan hefði annars farið.

Þetta kemur fram á vef Akureyrarbæjar í dag.

„Farþegar þurfa að nýta flugferðir á meðan á fjarveru Sæfara stendur. Flugáætlunin helst óbreytt í október og verða áfram þrjár ferðir í viku – á þriðjudögum, föstudögum og sunnudögum,“ segir í tilkynningu á vef bæjarins.

„Viðhaldi á Sæfara verður skipt í tvennt, til að lágmarka truflun á samgöngum. Þessi fyrri slippur fer fram nú í október, en önnur, styttri viðhaldslota er fyrirhuguð eftir áramót. Þá verður ferjan ekki dregin á þurrt, heldur verður unnið við hana við bryggju og meðal annars verður nýr krani settur um borð.“

Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur

Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
27. nóvember 2025 | kl. 10:30

Opið bréf til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
26. nóvember 2025 | kl. 17:30

Eflum SAk

Ingvar Þóroddsson skrifar
26. nóvember 2025 | kl. 15:10

Tryggjum öryggi eldri borgara

Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
26. nóvember 2025 | kl. 15:00

Sterk ferða­þjónusta skapar sterkara sam­félag

Ingibjörg Isaksen skrifar
21. nóvember 2025 | kl. 14:00